28.4.04

Dagur hins vinnandi manns..

..er á naesta leiti. Af tví tilefni mun ég einmitt vinna sem mest ég má.
Gaman er ad geta thess ad í morgun vaknadi ég einmitt klukkan 4 45 til thess ad skera braud og eitthvad á Cafe Nordica. Henjo var ad vinna med mér. Hann tholir ekki Kamillu, yfirmann vorn. Svo fór ad hann sagdi upp á medan á vaktinni stód! Ég er nú svo aldeilis lens. Ekki nóg med thad, heldur kom Kamilla ad máli vid mig thegar ég var búin og spurdi hvort ég myndi treysta mér til ad sjá um morgunmatinn ein! Haldidi, bara stöduhaekkun í vaendum.
Svo fór ég í söngtíma og thad gekk vel, Effenbergová hrósadi mér í bak og fyrir og gaf mér fallega lagid úr Kolya til ad syngja (thad er Davídssálmur númer égveitekkihvad úr biblíulögum eftir Dvořák). Thid getid rétt ímyndad ykkur hvad ég vard glöd ad fá svona gamla lummu til ad syngja.
Íslenskutíminn í gaer gekk bara vel. Maettir voru 3 nemendur. Ég lét thau stigbreyta lýsingarord í öllum kynjum. Er ad fara ad búa til eitthvad verkefni fyrir thau. Thau eru búin ad laera íslensku hundlengi en kunnátta theirra er mest passíf, og tví vil ég breyta. Í lok maí munu thau öll fara med einraedur Starkadar utanad!!!
Úti er sumar og sól og hafa starfsmenn tölvuversins hérna aldeilis tekid eftir tví. Og sett tvílíkan kraft á loftraestinguna ad ég frýs hér naerri í hel í köldum kraftmiklum gusti beint ofan á hausinn á mér.. fúj.
Fleira er ekki í fréttum.
Tinna Hermelína

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home