27.4.04

Gledilegt sumar!

Jaeja, thá er ég snúin til baka til raunveruleikans, eftir ad hafa stigid yfir í adra vídd í nokkra daga med nýjasta adalhlutverkinu í lífinu mínu, hr. Maillard.
Hr. Maillard kom hinn 15. apríl og daginn eftir leigdum vid bíl og keyrdum til Oloumoc. Oloumoc er ótrúlega falleg lítil borg og theim kostum gaedd ad thar er allt lokad um helgar, nema matvöruverslanir og veitingastadir. Allt er einhvern veginn svo rólegt, og ekki thessi ógedslega pressa ad kaupa eitthvad. Um kvöldid keyrdum vid svo til Slóvakíu, og gistum á litlu móteli. Sáum ekki mikid af mannlífinu, ólíkt Tékklandi var thar ekki ein einasta knaepa thar sem vid fórum um. Daginn eftir tókum vid puttaferdalanga thrisvar og keyrdum til Póllands. Vid gistum á móteli vid veginn, um thad bil 50 km fyrir utan Kraká. Mótelid thad reyndist einnig vera vinnustadur thriggja kvenna frá Úkraínu og Rússlandi. Ég vissi nú ekki alveg hvad mér átti ad finnast um thad, átti erfitt med ad saetta mig vid thad. Sú frá Úkraínu taladi meira ad segja reiprennandi frönsku. En ad minnsta kosti höfdu thaer thak yfir höfudid og einhvers konar öruggi á thessum stad, ólíkt aumingjans stúlkunum sem húktu vid vegina á leidinni til Krakár. Thad kemur ad tví ad madur rekst á raunveruleikann.
Stoppudum í Kraká í 2 tíma, fallegt, og keyrdum svo til Auswitz og skodudum.. og keyrdum svo um nóttina til Prag.
Hér stendur annars yfir hokkykeppni og allt fullt af fólki gólandi á götum úti klaett búningum síns lids! Ég er farin ad kenna íslensku, er med einn einkanemanda og á eftir er ég ad fara ad kenna 2 eda 3 nemendum saman. Alla malla.
Uppvask klukkan 6 í fyrramálid.. suss og svei!!!
Í gaer voru tónleikarnir miklu í akademíunni, lokaverkefni tónsmídanema. Thad gekk bara ágaetlega. Verkid sem ég var med í var langflottast ad mínu mati, höfundur heitir Jana Vöröšova. Thetta var nú svo mikid torf ad thad má thakka fyrir ad ekki meira klúdradist... bara upptakstsrrrrrid okkar!!! Hin verkin voru fyrir hljómsveit og píanó, leidinlegt, hljómsveit og kór, leidinlegt og svo heyrdi ég ekki thridja verkid, en thad virtist vera tiltölulega skemmtilegt og spennandi.
Fór á Kill Bill 2 á laugardaginn. Namminamm.




|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home