14.5.04

Jaeja gott fólk. Í dag verdur draumur módur minnar um frumburd sinn í drottningarsaeti danska konungsríkisins ad engu fyrir fullt og allt. Frikki Frikkason og Mary Donaldson (ég hef ádur lýst tví yfir hversu mjög thetta nafn minnir á kökuuppskrift) munu í dag ganga í thad heilaga, og af tví tilefni hef ég verid bodud akút til vinnu frá klukkan 15 í til midnaettis í dag. Og svo er ég líka med morgunmatinn í fyrramálid, ekki mikill svefn hjá mér á brúdkaupsnótt prinsins.. ha.... Ég held svei mér ad ég sé farin ad gera ALLT fyrir pening. Ég held ad ég hafi verid bedin um ad vera í hvítri eda svartri skyrtu, en ég held ég eigi hvorugt, vonandi er í lagi ad maeta í svörtum bol, ég hef bara engan tíma til ad redda slíku smáatridi. Og Danir fá frí og allt verdur í dag lokad í Danmörku. Og Ólafur Ragnar á afmaeli í dag og gifti sig í laumi og gaf engum frí.
Dreymdi ad ég var í Danmörku og thurfti naudsynlega ad taka rútu til Prag. Frá Árósum eda Köben. Tók sídan straeto til Venstre eda ég veit ekki hvert... sussbí.
Annars fór ég og fékk mér bjórlufsu med kórfólki eftir aefingu í gaer og vid skáludum fyrir diplómunni hans Filips, afmaelinu hans Hrafnkells og svo brúdkaupi Fridriks drjóla Krónprins. Og ég lýsti tví fjálglega hvernig módir mín hefdi borid thá heitu thrá í brjósti ad ég yrdi naesta drottning Dana, vid hlid Fridriks hins Frída. Thetta vakti sérlega mikla kátínu vidstaddra og svo söng ég ó mín flaskan frída.
Jaeja. Ég hef víst ödru ad sinna.
Bless.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home