Thad er erfitt ad vera kona.
Ekki aetla ég ad ordlengja thad, en sú kúgun sem konan hefur mátt thola í gegnum tídina hlýtur ad vera karlmanninum óskiljanleg. Og yfirleitt er tad aumingjans karlmadurinn sem hefur verid valdur ad kúgun konnunnar. Thetta er erfitt líf.
Jaeja, en ég, hin unga kona, var í lidinni viku í miklu uppnámi og reid yfir tilvist meirihluta karlkynsins. Thurfti ég naudsynlega ad eiga samskipti vid vinveitta persónu vegna thessa, og lagdi tví leid mína upp í Žižkov, skuggahverfi Pragar. Vegna lélegra vegaleidbeininga og minnar áttavillu ratadi ég ekki strax á réttan stad, en var komin á rétta braut er lögreglubíll nam stadar fyrir mér, svo ég gaeti farid yfir götu. Ég var ad vonum nokkud hissa á thessu. Thó vard undrun mín ennthá meiri er lögreglubíllinn fór ad haegja á sér, sveigdi uppá gangstéttina í leidinni, thröngvadi mér innar á gangstéttina, rúda skrúfadist nidur og einhver bad um skilríki: PASSPORT.
Undarleg vinnubrögd?
Gudi sé lof og dýrd, ég var med vegabréfid mitt á mér og rétti thad inn í bílinn. Út úr bílnum stigu 2 lögreglumenn og jafnmargir urdu eftir inni í bílnum. Brjálad ad gera hjá löggunni - 4 menn í einum bíl á midvikudagskvöldi. Eins gott ad their thurfi ekki ad handtaka mjög marga í einu, ha!
Jaeja.. titill vegabréfsins er ávallt jafnspennandi: ,,Ísland!" blablablalba..spennandi vidfangsefni. Ég var thó ad minnsta kosti búin ad afsanna ad ég vaeri rússnesk mella. Aumingjans blessadir lögreglumennirnir. Vadandi um í slori mannlífsins daginn út og inn, líklegast eitt af vanthakklátari störfum heimsins. Thau eru mörg, hin vanthakklátu störf í heimi thessum.
Their vildu strax fara ad vaena mig um útrunna vegabréfsáritun og allt thad, hringdu í eitthvert útlendingaeftirlit og allt. Spurdu spurninga. Ég vard allt í einu pirrud, rak hausinn inn í bíllinn og bad thá allra vinsamlegast, ég vaeri ad flýta mér og their vildu bara ná af mér peningum.
Thetta féll ekki í kramid hjá herra lögreglumanninum sem sat vid stýrid.
Hann horfdi grimmilega og ógnandi í augun á mér á medan hann hrópadi (nánast)
HVAD HALDID THÉR AD VID SÉUM! KANNSKI ER THAD THANNIG Á THESSU ÍSLANDI, EN EKKI HÉRNA!!!BLABLABLA
Ég ákvad ad thegja. Enda hafa faest ord minnsta ábyrgd. Reyndi ad hafa kurteisileg samskipti vid aumingjana sem stódu tharna á gangstéttinni vid hlidina á mér, en thad var augljóst ad their álitu mig hundaskít. Vissu samt alveg upp á sig sökina med peningana, thótt their létu eins og their hefdu aldrei heyrt annad eins.
,,Jájá, er thad thannig á Íslandi, ad löggan reynir ad hafa peninga af fólki!"!!!! Ég lagdist á baen og hugkvaemdist ekki ad nefna ad á Íslandi vaeri löggan yfir höfud ekki ad keyra um á kvöldin og spyrja fólk um passport. En theri voru óupplýstir thessi grey, og valdid í hvers nafni their voru tharna virtist gefa theim einhvern ósýnilegan og ógnarháan pall. Ég var ekkert. Their reyndu ekki einu sinni ad vera kurteisir, heldur voru ruddalegir og reyndu ad hraeda mig.
Ad lokum fékk ég passann til baka og their óku burt.
Ég var í rauninni mjög heppin, thar sem ég hafdi sagst bara vera í heimsókn, ef ég hefdi sagst vera ad laera hefdu teir kannski farid ad kvarta yfir tví ad ég vaeri ekki med vegabréfsáritun og blablabla. Ég nennti engu veseni. En their hefdu hins vegar getad spurt hvar ég byggi og eitthvad slíkt, en thad gerdu theri ekki, sem betur fer. Hugsid ykkur ef ég hefdi nú ekki einu sinni verid med passann á mér!?
Tharna sjáidi nú hvad kommúnisminn gerdi thessu fólki. Engin virding borin fyrir einum einasta hlut, hvad thá lifandi mönnum. Eftir á var mér brugdid en thad lagadist.
Breytti samt algerlega sýn minni á thjódfélagid og thessum veruleika, sem enn er ekki fullkomlega frjáls.
Annars var helgin róleg í fadmi Čejkafjölskyldunnar í Hlinsko. Buchtur buchtur buchtur, fyrirlestur um Ísland hjá aeskulýdsfélaginu haldinn af hinum tékkneska Jirka Kučerova sem heimsótt hefur Ísland margsinnis og gekk nú sídast yfir hálendid thvert í sumar! Lýsti tví medal annars hvernig hinir fátaeku Tékkar hirtu franskar kartöflur og matarafganga af bordum í sjoppunum!! Meiri buchtur og saetabraud, te og eplastrudel, aldrei framar mun mig hungra.
Og nú fer ég loksins ad drífa mig í skólann.
Tinna Oddan.