7.2.04

...hlátur og gleymska...

Saelir hlustendur gódir.
Ég hef ákvedid ad halda úti tveimur blokkum hér í Prag.
Verdur önnur tileinkud mér og mínu ástandi thann daginn (thad er thessi sída) en hin sídari verdur helgud rannsónum mínum á umhverfi og adstaedum hér í landi.

Hér er annars farid ad kólna og ég hef átt fullt í fangi vid ad heimsaekja gamla vini og kunningja.
Á midvikudaginn fór ég sem sagt til Önnu og Karels. Drakk og vín og slivovice og át köku og kanínu og svo hlustudum vid á David Bowie til klukkan 22. Var ég thá leyst út med gjöfum, mandarínum og kiwi, kökusneid, og stórum bolla (sem mig vanhagadi einkum um) ásamt bakpoka undir allt saman. En hann er nú bara í láni. Daginn eftir lánadi Anna mér svo sinn gamla síma og er nú haegt ad ná í mig á telefóníska vegu einnig.
Á fimmtudaginn var ég bodin í mat til Barboru píanókennara og hún sýndi mér myndir frá ferd sinni og unnustanum til Noregs um jólin. Hún er mikill Noregsaddáandi og talar fullkomna norsku!!! Fólki er ekki fisjad saman hér í landi.
Eftir heimsóknina var ég búin ad plana mikid plott, thad var ad maeta á kóraefingu og varla nokkur madur vissi ad ég vaeri vaentanleg. Thessi óvartkoma lukkadist svona líka vel og allir (eda ad minnsta kosti margir) klöppudu!!! Thad var gott ad koma aftur thangad. Eftir ad hafa sungid í gegnum einhverja hryllingsmessu fórum vid á literarní kavarna og ég dustadi enn frekar rykid af tékkneskunni, sem thrátt fyrir allt virdist hafa haldid sér ágaetlega. Nokkur okkar endudum heima hjá einum kórfélaga sem átti raudvín og thess utan marga fermetra af svefnplássi handa okkur.
Ég er komin yfir menningarsjokkid sem ég einhverra hluta vegna vard fyrir fyrst í stad. Í gaerkvöldi hugsadi ég: Af hverju fór ég nokkurn tímann hédan? (En thá var ég líka ad gaeda mér á hermelin. (marineradur ostur...))

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home