30.10.08

Stjórnmálafræði 101


STJÓRNMÁLAFRÆÐI 101

SÓSÍALISMI Þú átt 2 kýr. Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

SÚRREALISMI Þú átt 2 gíraffa. Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.

BANDARÍSKA FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.

ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR - Íslendingar Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, „Kúmann“, sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.

ÍTALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr. Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr. Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr. Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun. Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI Þú átt 2 kýr. Bissnessinn gengur vel. Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI Þú átt tvær kýr. Sú til vinstri er asskoti löguleg.

ÍRASKT FYRIRTÆKI Allir virðast eiga fjölda kúa. Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið. Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

(Baldur Gunnarsson af kjosa.is)

|

kjosa.is




En hvern ætti að kjósa? Mér finnst þingheimur hafa verið hljóður, nema rétt glittir í Steingrím J. og Guðna í fréttaflutningi, núna eftir að reglubundnum sýningum á sápuóperunni "Glæstar vonir" með þeim Geir H. Haarde og Björgvini G. Sigurðssyni, "live frá Iðnó Theater" hefur verið hætt. Ég sakna meiri viðbragða frá öðrum þingmönnum. Þeir eru nú þarna kjörnir fulltrúar vorir!

|

29.10.08

"Kreppan"

Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á
vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda
henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom
fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það
var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn
að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur
vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af
sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að
segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og
það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn
vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega
litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla
leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji
alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra
hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með
að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal
orðið á eftirfarandi nótum.



*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og
maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak
yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir
heimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og
heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með
ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá
kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá
ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með
háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við
nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð.
En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu
honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að
fara í stríð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og
stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru
alltaf yfirfullir.

Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að
vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru
á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú
sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum
eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri
flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú
líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að
betla?

*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana
aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi,
menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru
góðar.

Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?


Eftir þessar vangaveltur um aðstæður okkar hérna uppi á skerinu og þetta
ímyndaða samtal, ákvað hún að vera ekki að íþyngja honum með ræfilslegum
áhyggjum sínum af "gjaldþrota" eyríki norður í ballarhafi. Námsgjöld
hans skulu greidd hér eftir sem hingað til og kannski fær hann líka smá
vasapening með. Hann getur þá kannski tekið strætó í skólann endrum og
sinnum í stað þess að þurfa ganga í marga klukkutíma eins og venjulega.
Fé hins meinta íslenska terrorista yrði þá líklega bara vel varið.

|

23.10.08

To Darling Mr. Gordon Brown:









|

21.10.08

The mysterious (dis)appearance of the Icelandic Currency

Í janúar keypti ég bíl vegna grindargliðnunar og barnafjölgunar.

Þetta voru hagstæð kaup og á mánuði borgaði ég einungis um 15.000.-

Til að byrja með.

Síðust 2 mánuði kannski svona í kringum 20.000.-

Ekkert hræðilegt.

1.11. næstkomandi þarf ég hins vegar að borga 27.697.-

Lánið hefur hækkað um nærri 100%!

Davíð. Farðu að vinna í álveri.

|

18.10.08

Icelandic Amfetamins Incorporated; Voru mistök að uppræta amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði?

Ég sé aðeins eitt í þessu:

Tækifæri til að fá fullt af gjaldeyri inn í landið.

|

13.10.08

Þátturinn Zúúber



Í morgun ágerðist heiladauði minn mjög við brjóstagjöf og ég fór að fletta þessum eitthundrað og eitthvað stöðvum sem foreldrar mínir hafa yfir að ráða. Gleymdi mér meira að segja smá stund á RAI og rifjaði upp sumar í sveit á Ítalíu árið 2001, með rútuferðum til Bologna í píanótíma og fleira skemmtilegt.
En nóg um það. Kem ég þá á rás eina er heitir held ég bara Skífan, en þar er verið að senda út úr útvarpshljóðveri, þann stórkostlega þátt Zúúber sem fer fram á FM 957. Þar var hið uppbyggilega umræðuefni brjóstastærð og lögun kvenna í hávegum haft og voru konur jafnt sem karlar að hringja inn og tala um brjóstastærðir og lögun. Appelsínubrjóst, perubrjóst, nefndu það..

Útvarpsmaður (stendur við magnarann og leikur sér með appelsínu, hendir milli lófa sér): Og hvaða brjóstastærð ert þú?
Viðmælandi: Ég er svona DD-E
Útvarpsmaður: DD-E?! Ertu þá í júgurhaldara eða?
Viðmælandi: Halló! Nei!

Hinir tveir stjórnendur þáttarins sitja á móti og þegja, hugsanlega jafnniðurlægðir og viðmælandi?

Þáttastjórnandi setur upp tölu um hina fullkomnu brjóstalögun að eigin mati: Sílíkonbrjóstin. 350gramma konan, 250gramma konan og svo 180gramma konan.. þarna var botninum náð fyrir mig, ekki það að hægt hefði verið að komast mikið neðar, en nú var skipt úr hljóðverinu og birtust nú auglýsingar fyrir þáttinn. Og sörpræs sörpræs, þær voru eitthvað á þessa leið: Fyrsta mynd, þáttastjórnendurnir þrír saman uppi í hjónarúmi, konan í miðið í svörtum brjóstahaldara og drengirnir með breitt upp að haus: Við vöknum með þér, önnur mynd þáttastjórnendur eru að borða morgunmat og konan að fá sér banana hm...? Tilviljun eða? Nei...
Best var þó þegar ég fór að gúggla þennan guðsvolaða þátt og komst að því að hann bloggar og fann ég eina stórkostlega færslu eins þáttastjórnanda (karlkyns) um brjóstagjöf, hvort hann ætti nú að vera að vakna í næturgjafirnar með konunni sinni, til hvers? Til að leggjast á hitt brjóstið?!

Sé vefsíða effemmníufimmsjö skoðuð frekar sést að einungis einn starfsmaður er kona og ég verð að segja að ég veit ekki hvort ég á að dást að henni eða vorkenna henni.

|

10.10.08

Frétt dagsins:

An American said:
"We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope, and Johnny Cash."



And an Icelander replied:
"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash"

|

8.10.08

Erfiðir tímar

Hvar eru Björgólfsfeðgar nú
brugðu búi fyrir kú.
Ekki verður aftur snú;
Ísland til sölu á kallinn tú.

|

7.10.08

Sjúddirarirei

Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta manninn sem eyddi of miklum peningum.
Hann eyddi og eyddi þangað til hann sprakk eins og Gípa sem át og át, foreldra sína og fé, bát með heilli áhöfn og ísbjörn og svo sprakk hún eins og sprengja og allt kom ómelt úr hennar kvið.

Vísitölur hækka og lækka og dansa limbó við fréttaflutning dramatískra fréttamanna, þetta er fréttagóðæri og frétt um kreppuna og hverri einustu síðu fréttablaðsins í dag á meðan mogginn er eins og auglýsingabæklingur frá EuroPris.

Já krakkar mínir.

|

5.10.08

Hærra minn Guð til þín

Lýst er eftir vitnum


Lýst er eftir vitnum að atburði
sem átti sér stað í heimahúsi
er ung kona með barn í fanginu
var slegin í andlitið.
Hún segist hafa kallað sambýlismann sinn
og geranda
sníkjudýr.

Þeir sem hugsanlega hafa einhverjar upplýsingar um atburðinn er bent á að hafa samband við lögreglu.




Lýst er eftir vitnum II

Lýst er eftir vitnum að atburði
er átti sér stað í heimahúsi
er kona reyndi að ná í barn sitt inn í íbúð sína.
Hlaut konan tvö högg í andlit en enga sjáanlega áverka.

Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um atburðinn er bent á að hafa samband við lögreglu.


Þessi ljóð birtast hér í tilefni af átaki UNIFEM gegn kynbundnu ofbeldi.

|

2.10.08

Grátandi kem ég nú Guð minn til þín..

Ojæja seisei mikil ósköp, ég læt ekki "fávitann" slá mig út af laginu, halló - kemur ekki lítið signal frá þessari ADSL snúru-hún flytur boð-merki...
Mér leiðast ákveðnar týpur af fólki. Sérstaklega þessi sem hefur ekki burði í sér til að koma fram undir sínu rétta nafni. Hvort sem það er í netheimum eða annars staðar, á mínu bloggi eða annarra. Þá eru þeir sem sigla undir fölsku flaggi ekki skárri.
En í raun má maður vera viðbúinn árásum og áreiti beggja, kjósi maður að halda úti síðu sem þessari. Maður gæti nú alteins sleppt því, önnur eins fásinna má víst missa sig í heiminum.
En hvað um svona ofbeldistýpur sem hafa ekkert annað að gera en að ergja og finna að öðru fólki sér til fullnægju og betrumbætingar... þær eiga víst sitthvað ólært.

Og þetta var pistill dagsins!

Missið ekki af næsta þætti!

|