13.10.08

Þátturinn Zúúber



Í morgun ágerðist heiladauði minn mjög við brjóstagjöf og ég fór að fletta þessum eitthundrað og eitthvað stöðvum sem foreldrar mínir hafa yfir að ráða. Gleymdi mér meira að segja smá stund á RAI og rifjaði upp sumar í sveit á Ítalíu árið 2001, með rútuferðum til Bologna í píanótíma og fleira skemmtilegt.
En nóg um það. Kem ég þá á rás eina er heitir held ég bara Skífan, en þar er verið að senda út úr útvarpshljóðveri, þann stórkostlega þátt Zúúber sem fer fram á FM 957. Þar var hið uppbyggilega umræðuefni brjóstastærð og lögun kvenna í hávegum haft og voru konur jafnt sem karlar að hringja inn og tala um brjóstastærðir og lögun. Appelsínubrjóst, perubrjóst, nefndu það..

Útvarpsmaður (stendur við magnarann og leikur sér með appelsínu, hendir milli lófa sér): Og hvaða brjóstastærð ert þú?
Viðmælandi: Ég er svona DD-E
Útvarpsmaður: DD-E?! Ertu þá í júgurhaldara eða?
Viðmælandi: Halló! Nei!

Hinir tveir stjórnendur þáttarins sitja á móti og þegja, hugsanlega jafnniðurlægðir og viðmælandi?

Þáttastjórnandi setur upp tölu um hina fullkomnu brjóstalögun að eigin mati: Sílíkonbrjóstin. 350gramma konan, 250gramma konan og svo 180gramma konan.. þarna var botninum náð fyrir mig, ekki það að hægt hefði verið að komast mikið neðar, en nú var skipt úr hljóðverinu og birtust nú auglýsingar fyrir þáttinn. Og sörpræs sörpræs, þær voru eitthvað á þessa leið: Fyrsta mynd, þáttastjórnendurnir þrír saman uppi í hjónarúmi, konan í miðið í svörtum brjóstahaldara og drengirnir með breitt upp að haus: Við vöknum með þér, önnur mynd þáttastjórnendur eru að borða morgunmat og konan að fá sér banana hm...? Tilviljun eða? Nei...
Best var þó þegar ég fór að gúggla þennan guðsvolaða þátt og komst að því að hann bloggar og fann ég eina stórkostlega færslu eins þáttastjórnanda (karlkyns) um brjóstagjöf, hvort hann ætti nú að vera að vakna í næturgjafirnar með konunni sinni, til hvers? Til að leggjast á hitt brjóstið?!

Sé vefsíða effemmníufimmsjö skoðuð frekar sést að einungis einn starfsmaður er kona og ég verð að segja að ég veit ekki hvort ég á að dást að henni eða vorkenna henni.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home