7.10.08

Sjúddirarirei

Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta manninn sem eyddi of miklum peningum.
Hann eyddi og eyddi þangað til hann sprakk eins og Gípa sem át og át, foreldra sína og fé, bát með heilli áhöfn og ísbjörn og svo sprakk hún eins og sprengja og allt kom ómelt úr hennar kvið.

Vísitölur hækka og lækka og dansa limbó við fréttaflutning dramatískra fréttamanna, þetta er fréttagóðæri og frétt um kreppuna og hverri einustu síðu fréttablaðsins í dag á meðan mogginn er eins og auglýsingabæklingur frá EuroPris.

Já krakkar mínir.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home