Nýtt nýtt líf
Kæru lesendur.
Jæja, nýju lífi fylgja ný markmið. Nú er ég búin að eignast börn, í bili að minnsta kosti (já ég veit ég er klikkuð, ég væri alveg til í fleiri börn, en ekki fyrr en eftir svona 10 ár!) Á tveggja ára planinu er því eftirfarandi:
Skrifa BA-ritgerð og ljúka BA námi og helst innritast í MA-nám við HÍ (stefnum á útskrift 2009 - víííí en til þess þarf að halda vel á spöðum).
Eignast peninga.
Fara til útlanda í mömmufrí.
Vera í jóga án þess að vera ólétt.
Verða ekki ólétt.
Rækta sjálfa mig í nýju hlutverki og einnig hina gömlu sískemmtilegu mig.
Tala oftar við fullorðið fólk og gera með því spennandi hluti.
Eignast hljóðfæri.
Þar sem ég er nýbúin að fara í gegnum þetta allt, meðgöngu og fæðingu þá birtast tvær túbur því tengdar hér á eftir. Fæðingarsaga tvíburana mun svo senn birtast á heimasíðu jógasetursins mikla. Svona fyrir þá sem hafa virkilega áhuga á að lesa, en það eru nú yfirleitt bara óléttar konur og nýbakaðar mæður!
Börnin braggast vel og verða vigtuð í vikunni. Jana er alltaf á leikskólanum sínum og kemst nær altali með hverjum deginum, það er alveg dásamlegt að hlusta á hana. Hún er einnig orðin mjög koppaþjálfuð og má segja að koppurinn fyllist sjálfkrafa núorðið, það er nánast alltaf piss í honum! Svo sefur hún líka bleijulaus svo það stefnir í að þessum þætti í hennar lífi verði lokið fyrir tveggja ára afmælið. Það væri nú aldeilis vel af sér vikið. Börn sofa í vagni og heima er alltaf verið að vaska upp og þvo þvott, hengja þvott uppá snúrur, taka þvott af snúrum eða brjóta saman þvott, ég tala nú ekki um að ganga frá þvotti inn á sína staði. Með aldrinum verð ég æ næmari fyrir drasli og get tröðla hugsað heila hugsun ef mjög margir hlutir eru ekki á þeim stað sem þeim er ætlaður.
Súkkulaðiþörf og kókþörf segja mjög til sín en það er nú á fimm ára plani að útrýma þeim...
Jæja, nýju lífi fylgja ný markmið. Nú er ég búin að eignast börn, í bili að minnsta kosti (já ég veit ég er klikkuð, ég væri alveg til í fleiri börn, en ekki fyrr en eftir svona 10 ár!) Á tveggja ára planinu er því eftirfarandi:
Skrifa BA-ritgerð og ljúka BA námi og helst innritast í MA-nám við HÍ (stefnum á útskrift 2009 - víííí en til þess þarf að halda vel á spöðum).
Eignast peninga.
Fara til útlanda í mömmufrí.
Vera í jóga án þess að vera ólétt.
Verða ekki ólétt.
Rækta sjálfa mig í nýju hlutverki og einnig hina gömlu sískemmtilegu mig.
Tala oftar við fullorðið fólk og gera með því spennandi hluti.
Eignast hljóðfæri.
Þar sem ég er nýbúin að fara í gegnum þetta allt, meðgöngu og fæðingu þá birtast tvær túbur því tengdar hér á eftir. Fæðingarsaga tvíburana mun svo senn birtast á heimasíðu jógasetursins mikla. Svona fyrir þá sem hafa virkilega áhuga á að lesa, en það eru nú yfirleitt bara óléttar konur og nýbakaðar mæður!
Börnin braggast vel og verða vigtuð í vikunni. Jana er alltaf á leikskólanum sínum og kemst nær altali með hverjum deginum, það er alveg dásamlegt að hlusta á hana. Hún er einnig orðin mjög koppaþjálfuð og má segja að koppurinn fyllist sjálfkrafa núorðið, það er nánast alltaf piss í honum! Svo sefur hún líka bleijulaus svo það stefnir í að þessum þætti í hennar lífi verði lokið fyrir tveggja ára afmælið. Það væri nú aldeilis vel af sér vikið. Börn sofa í vagni og heima er alltaf verið að vaska upp og þvo þvott, hengja þvott uppá snúrur, taka þvott af snúrum eða brjóta saman þvott, ég tala nú ekki um að ganga frá þvotti inn á sína staði. Með aldrinum verð ég æ næmari fyrir drasli og get tröðla hugsað heila hugsun ef mjög margir hlutir eru ekki á þeim stað sem þeim er ætlaður.
Súkkulaðiþörf og kókþörf segja mjög til sín en það er nú á fimm ára plani að útrýma þeim...
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home