Tómt leg
Já mig hefur oft dottið í hug að blogga en ekki látið verða af því, því mér finnst að djúpum hugsunum mínum sé betur borgið annars staðar en á þessari hégómlegu síðu. Lífið snýst um barnaútgerðina, þvo þvotta, gefa brjóst, út að labba ef maður kemst í fötin, fara í sturtu ef maður kemst það líka, hanga á netinu, skoða barnaland, taka til í geymslunni, skoða teygða húð á maga, fara til kvensjúkdómalæknis, borða og drekka stanslaust, reyna að hemja og temja elsta barnið, reyna að örva litlu börnin (vill gleymast) svo þau haldi áfram að vera "spræk og skemmtileg", horfa á ýmsa góða þætti í tölvu, borða 70% suðusúkkulaði, drekka malt, klæða börn upp og taka myndir af þeim, skipta á bleiju, hugga, nudda vindverki úr maga, láta ropa, hverjum ertu lík, hverjum er HANN líkur, nei hann er alveg eins og ég, nei hann er alveg eins og systir mín, ætli ég sé með hrukku undir auganu, ætli ég komist í leðurjakkann minn, ætli ég sofa heila nótt í nótt, ætli ég nenni að svara í símann, ætli ég nái að leggja mig núna, hringja í mömmu, segja barnsföður að x sé búinn að kúka og búið sé að ná hor úr nös á y, þurrka gubb og svo framvegis en þetta er bara gaman og skemmtilegt og ákveðið tímabil sem verður liðið áður en maður veit af eins og lífið sjálft, það verður liðið áður en maður veit af.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home