30.4.07

Ástand

Æ.
Vill ekki einhver hlaupa og kaupa handa mér nammi í Kjötborg? Ég er hérna í hitakasti og öll eins og lufsa uppí sófa, á eftir 2 netfærslur fyrir miðnætti um Guðdómlega gleðileikinn og Tartuffe, Jana að rústa mús föður síns, við erum búnar að borða vondan lax og ég fæ hausverk af nýja sjampóinu sem ég gaf sjálfri mér í sumargjöf.
Semsagt, ástandið er frekar slæmt.

|

27.4.07

Uppgjör

Góðir hálsar.

Fram hefur farið hið mikla blogguppgjör.

Undanfarna daga hef ég verið að lesa allar færslurnar mínar! Það var mjög merkilegt. Ég komst að mjög miklu um sjálfa mig og tilgang bloggsins. Ég man í rauninni ekki eftir neinu sem ég bloggaði fyrr en í ársbyrjun 2005 og komst að því að sumarið 2004 og raunar allt árið 2004 var ég mjög einbeittur og skyldurækinn bloggari. Ég man EKKERT eftir að hafa skrifað færslurnar t.d. sem eru skrifaðar í veiðihúsinu þegar ég var að vinna þar, sem að sama skapi eru svo ógeðslega fyndnar að mér sjálfri fannst, að ég er búin að sitja hérna hlægjandi í stofunni yfir þeim! Þetta var í rauninni mjög mikil sjálfskoðun. Svo las ég líka flest kommentin og sá svona breytingar á þeim, fólk sem var mjög duglegt að blogga fyrir ca 3 árum kommentar sárasjaldan núorðið og einhverjir nýjir hafa komið inn í staðinn. Svo fékk ég ágæta yfirsýn yfir eigið líf og hvernig mér leið. Ég sagði það nú samt yfirleitt aldrei berum orðum en ég sé það sjálf að ég gaf ýmislegt í skyn. Sem sagt, afar merkilegt. Í rauninni var bloggið svolítið eins og vinur minn í því sem ég var að gera, því ég var oft svo mikill sólisti, eða einfari. T.d. þegar ég var í Danmörku að reyna að vita hvað ég vildi og svo auðvitað í Prag. Því vil ég bara segja: Praise the blog!

Jæja.
Jana mín er 10 mánaða í dag. 10 mánaða! Hún var í skoðun í gær og er aðeins of létt. Meiri mat. Ég þarf að lesa fyrir eitt próf og svo verða tónleikar um miðjan maí.

Og svona, for old times sake:
Staður: Hringbraut
Húsgagn: Borðstofustóll.
Tölva: Fujitsu Siemens.
Hádegismatur: Enginn enn.
Tónlist: Mozart for babies og Mes premier poesies.
Vefsíða: Blogger.
MSN-spjallfélagi: Ruby Louis
Tilvonandi sjónvarpsefni: Hm.. þarf að athuga
Hryggleysingi/barn: JGJ.
Sælgæti: Ekkert enn.
Vangaveltur: Þarf að fara í sturtu.
Þema: Móðurhlutverk.
Heimspekileg spurning: Hver er ég?
Spurning sem lesendur spyrja sig: Af hverju er ég ekki duglegri við að heimsækja hana Tinnu mína?

og að lokum, J á sumardaginn fyrsta.


|

20.4.07

I love you...




Smá updeit:
Er búin með ritgerðina en þarf að lesa hana yfir og snurfusa. Á morgun fer ég austur fyrir fjall í fyrsta sinn eftir að J fæddist. Ég var óánægð með kommentafæð eftir síðustu færslu þar sem ég set nú ekki inn myndir á hverjum degi og margir kvarta yfir því. En svona er það nú, sjaldan launar kálfur ofeldi. Sumarið er komið inn í mig en ekki út fyrir gluggann. Hopp og hí og trallalla.

|

19.4.07

Gleðilegt sumar!






Takk fyrir veturinn..

|

17.4.07

Tyger! Tyger!

Nýjustu fréttir: Mér finnst asnalegt að blogga og er að pæla í að hætta því. Því það er ósiður að venja sig á asnalega hluti.

Annars er ég á bókhlöðunni að skrifa ritgerð. Ég er búin að lofa sjálfri mér að fara í kaffi eftir 1000 orð. Núna er ég búin með 351. Aðeins 749 to go! Hins vegar er ég búin með 2049 stafi.

Tónleikar í tónó í kvöld kl 20. Il tormenti son contenti.

|

2.4.07

Eldur!

Hjálp. Ég er í losti. Hjarta mitt hamast og kaldan svita leggur af útlimum mínum.
Sem ég sat hér við eldhúsborðið við galopinn gluggann að reyna að drulla af færslu um Fást eftir Goethe, en aðallega þó að lesa óperustúdíóseftirpartíssyndajátningaemail helgarinnar (í 10. sinn) heyrði ég mjög skýrt mannamál hérna fyrir utan. Ég var svo sem ekkert að pæla í því þótt mér finndist raddirnar kannski soldið háværar og frekar há tónlist út úr bílnum. Nema svo finn ég skrýtna lykt.. og nema hvað, er ekki nema búið að kveikja í lítilli barnaregnhlífakerru sem hefur staðið hérna fyrir utan undir glugga nokkra hríð!! Ég hrópaði á strákana hvað í guðs logandi bænum væru þeir að gera með eld. Þeir svöruðu því til að eldurinn hefði þegar logað þegar þá bar að garði. Þessi útskýring var svolítið lengi á leiðinni í gegnum leiðslurnar hjá mér þangað til ég fattaði að ég heyrði í þeim löngu á undan lyktinni svo ég sagði að þeir hefðu víst kveikt eldinn því ég hefði heyrt í þeim í nokkrar mínútur allerede. Þá sagði annar þeirra að þetta hefði verið nýbyrjað að loga þegar þá bar að garði og reyndu að slökkva í kerrunni sem BY THE WAY skíðlogaði! Eftir þessa yfirlýsingu tóku þeir þrjú skref hægt afturá bak, inni í bíl og ruku af stað! (ok, smá ýkt, en það var þessi stemmning!)Þá var ég komin með símann á loft og hringdi í vini mína á 112, og náði bílnúmerinu í leiðinni. Svo fékk ég samband við lögguna og svo fór ég niður í þvottahús og fyllti vaskafat af vatni og slökkti snubbóttar eldtungurnar. Eftir þetta fékk ég adrenalínsjokk og er að borða kúskús af miklum móð, en það er einmitt fyrirtaks letingjafæða. Jæja, sjáumst, ELDHRESS í vikunni!
T.

|

1.4.07

Back to real life..

Jæja. Þá er Óperustúdíóið búið og ég get aftur farið að einbeita mér að því að vera móðir og eiginkona. Þetta var hreint frábær tími sem endaði með stórkostlegu lokapartýi sem mun halda mér lengi á lífi! Þetta var virkilega lærdómsríkur tími á allan hátt og ég kynntist líka fullt af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki og það er nú aldrei verra að hafa góð sambönd!
Samt sem áður er nóg af verkefnum framundan sem ólíkt þessu munu gefa örlítinn aur í vasann. Smá prófarkalestur, og messusöngur og síðan hef ég endurheimt mitt gamla starf sem textastýra niðrí Óperu, alla vega í næsta verkefni þeirra sem verður um páskana. Svo eru það æfingar með stúlknakórnum Heklu en ég fer með þeim til Ítalíu í sumar, það verður örugglega alveg æðislegt.
Jana mín er farin að labba með og sleppir sér stundum og lætur sig svo gossa beint á rassinn, mjög fyndið. Svo fann ég eina tönn í dag í efri góm til hægri!

Á dagskrá:
-Fara í klippingu svo ég haldi áfram að vera svona geðveikt sæt eins og ég er orðin (óperustúdíó gerir mann sætan)..
-Út að hlaupa?
-Dugleg að æfa sig að syngja eins og söngkona
-Dugleg að læra (sjitt, Fást fyrir mánudaginn!)
-Ákveða hvað ég ætla að syngja í messunni á skírdag. Æ.

|