1.4.07

Back to real life..

Jæja. Þá er Óperustúdíóið búið og ég get aftur farið að einbeita mér að því að vera móðir og eiginkona. Þetta var hreint frábær tími sem endaði með stórkostlegu lokapartýi sem mun halda mér lengi á lífi! Þetta var virkilega lærdómsríkur tími á allan hátt og ég kynntist líka fullt af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki og það er nú aldrei verra að hafa góð sambönd!
Samt sem áður er nóg af verkefnum framundan sem ólíkt þessu munu gefa örlítinn aur í vasann. Smá prófarkalestur, og messusöngur og síðan hef ég endurheimt mitt gamla starf sem textastýra niðrí Óperu, alla vega í næsta verkefni þeirra sem verður um páskana. Svo eru það æfingar með stúlknakórnum Heklu en ég fer með þeim til Ítalíu í sumar, það verður örugglega alveg æðislegt.
Jana mín er farin að labba með og sleppir sér stundum og lætur sig svo gossa beint á rassinn, mjög fyndið. Svo fann ég eina tönn í dag í efri góm til hægri!

Á dagskrá:
-Fara í klippingu svo ég haldi áfram að vera svona geðveikt sæt eins og ég er orðin (óperustúdíó gerir mann sætan)..
-Út að hlaupa?
-Dugleg að æfa sig að syngja eins og söngkona
-Dugleg að læra (sjitt, Fást fyrir mánudaginn!)
-Ákveða hvað ég ætla að syngja í messunni á skírdag. Æ.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home