6.2.07

I - I - IKEA!

Við mæðgurnar fórum í okkar jómfrúarferð í hið nýja IKEA í dag, ásamt SST og SKN. Það var að vonum mikið keypt og við mæðurnar brutum móðurlíf okkar til mergjar yfir hádegismat og fullkomnu IKEA-kaffi. Nú er "skpiulagið" á heimilinu að komast í gott horf og allir skápar hreinir og nýraðaðir líka! Ah.

Annars er það um þessar mundir aðallega Elías Mar sem gleður mig með útvarpssögunni, en það ku vera verk eftir hann sjálfan, og nefnist Eftir örstuttan leik. Það er hrein unun á að hlýða. Einhvern veginn hef ég undanfarna daga verið akandi þegar þessi gleðilegasti viðburður dagsins á sér stað og er betri manneskja eftir hvern lestur.
Jana stendur nú upp í rúminu sínu og helst upp við aðra hluti sem hún nær í, pissar í koppinn, vinkar næstum því, spjallar heil ósköp, skríður ýmist á maga eða 4 fótum til skiptis, borðar graut, sætar kartöflur, kartöflur, blómkál, brokkolí, epli, og ávaxtamauk og drekkur STUTE ávaxtasafa, vatn og brjóstamjólk. Congito ergo sum. Auf wiedersehen!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home