19.1.07

BÍÓ

Ég fór ein í bíó áðan. Smá mæðra-holiday á meðan barn og maður sváfu. Fór einmitt á myndina The Holiday, en fyrir jól lét ég mig sérstaklega dreyma um að fara á þessa mynd.
Hún reyndist hins vegar vera frekar langt undir væntingum, enda kannski ekki við öðru að búast þegar um ameríska kommörsjalmynd er að ræða. Þótt Bandaríkjamenn reyni að hressa uppá myndirnar sínar með breskum leikurum og nokkrum skotum inni í breskum híbýlum, fullum af leirtaui eins og fæst í Salti og pipar nær það ekki að fylla upp í "tómið". Svo voru nokkur allt of löng skot af engu, Cameron Diaz að glápa framan í einhvern aumingjans hund og Kate Winslet að hoppa um eins og móðursjúkur geðhvarfasjúklingur í stóra einbýlinu hennar Cameronar. Svo voru auðvitað venjubundnu skilaboðin um hryðjuverkavá í heiminum og Gyðingum gert hátt undir höfði (ath. ég er alls ekkert á móti Gyðingum. En í Bandaríkjunum eru þeir svo valdamiklir og hvarvetna endurspegla þeir (eða eru látnir endurspegla) menningu og ríkidæmi. Síðan viðurkenna Bandaríkin ekki tilvist Palestínu og selja vopn til Ísrels..Alls staðar eru öfgar) Svo voru þarna 2 eða 3 svört andlit, svona til að fylla upp í kvótann. Engin svört andlit í Bretlandi hins vegar.
Jæja, svona er nú skondinn veruleikinn í kvikmyndunum. Annars var Jack Black auðvitað frábær eins og alltaf (ef ég hefði ekki gifst V hefði ég gifst honum) og hinir leikararnir rosalega sætir og Eli Wallach sem Arthur Abbot, gamli Hollywood-handritshöfundurinn mjög góður. Annars frekar þunnur og of oft ósannfærandi þrettándi.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home