19.12.06

Þjófar

Andskotans handklæðaþjófar.
Í ungbarnasundi í dag svífur að mér ein móðirin í sturtuklefanum sem ég er í þann veginn að þurrka mér, með mínu eigin handklæði sem ég hafði lagt á slá ásamt Jönuhandklæði:"Þetta er mitt handklæði!" Og fer svona líka að tala um merkimiðann á því, að hann sé svona og hvort ég sé með eins og je minn eini. Ég var nú nokkuð viss um hvar ég lagði handklæðið mitt frá mér en þar sem ég var víst ekki með leibelið á hreinu (ég meina, hver man hvernig merkimiði á hvítu bómullarhandklæði lítur út? Hér eru amk ein 10 slík í notkun) vildi ég ekki malda í móinn. Svo þegar allir voru farnir var eftir eitt skítugt hvítt handklæði kuðlað uppi í hillu, með maskaraklessu í. Mitt handklæði var sko tandurhreint. Tók það með eigin höndum upp úr handklæðaskúffunni inni á baði og pakkaði niður. Gott á stelpuna þegar hún kemur heim og sér tvö handklæði með leibelinu góða. Annars er getur svo sem vel verið að einhver enn annar handklæðaeigandabjáninn hafi tekið hennar handklæði, og hún var tekið mitt af mér. Jæja, það er þó alla vega hreint! Ég tók hins vegar maskaratuskuna með mér heim, kannski ég skili henni hreinni næst. Eða ekki. Um handklæðaraunir mínar í Danmörku sjáið hér.



Ég held að Jana sé að verða eitthvað veik. Crap.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home