9.12.06

I'll be home for Christmas

Jólahátíðin 2006 er sú fyrsta síðan 2001 sem ég er heima á Íslandi bæði jól og áramót. Mun ég nú skýra þetta nánar.
-Jólin 2002 var ég í Slóveníu og í Sarajevó um áramótin.
-Jól og áramót 2003 var ég í St. Paul, Minnesota hjá þá amerískum blóðforeldrum mínum.
-Jólin 2004 var ég á Íslandi og unnusti minn með mér, en á gamlársdag flaug ég til London og á nýjársdag tókum við Eurostar til Parísar og ég hitti tengdamóður mína og einn mág í fyrsta sinn.
-Jólum og áramótum 2005 var alfarið eytt í París, við bókalestur, allskyns át og drykkju sem talin hefur verið óléttum konum hættuleg, og ælupest í ísköldu húsi tengdamóður minnar (hús í Frakklandi eru MJÖG illa einangruð).
Jólin 2006 eru fyrstu jól Jönu yndislegu dóttur minnar, og það eytt lætur mig fá tár í augun! Ég er búin að skella í rúmlega 30 sörur og ætla að reyna að föndra jólakort þótt ég sé með hálfgerða flensu í augnablikinu.. Ég ætla að leyfa mér að vera væmin þessi jólin og njóta þeirra í botn. Ég er orðin hættuleg í umferðinni (ok, já, ég keypti mér helvítis bíl) því mér finnst svo gaman að horfa á jólaljósin í gluggunum. Þau lífga svo sannarlega uppá. Ég ætla sem minnst að kaupa, enda ekki úr miklu að moða á þessu heimili, en heimili mitt er opið gestum og gangandi vikuna fyrir jól og alltaf hægt að fá kaffi eða te og jafnvel eina fitusöru með!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home