14.12.06

Great Success!

Jólatónleikar Tónó voru á þriðjudaginn í síðustu viku, og ég var frekar illa stemmd eftir brjálað drama með handliti (jájá, hlæjiði bara, þetta var EKKI fyndið á meðan á því stóð!), og vissi ekkert í hverju ég átti að vera og svo framvegis. Svo voru þetta svona rosalega fínir tónleikar, ótrúlega skemmtilegt prógramm og mitt atriði (sem var dúett með henni Júlíu) var þvílíkt sökksess, gestir risu úr sætum og hrópuðu BRAVA BRAVA (ókei aðeins ýkt) en það gekk semsagt alveg ótrúlega vel og var æðislega gaman. Öll tónlistaratriðin voru hvert öðru skemmtilegra og vel fluttara, meira að segja FLAUTUKÓRINN var ótmótstæðilegur! Ég er sko gjörsamlega búin að segja mig úr flautuhatarafélaginu (um það má lesa hér frá árinu 2003 þegar ég var í Danmörku..). Flauturnar hafa svei mér þá aldrei verið meiria viðeigandi en einmitt þarna, og það að spila píanósónötu eftir Mozart! Já þetta var allt saman svo gott og blessað.
Ég er búin að gera ósköpin öll af konfekti og er að vinna eins og mófó alveg fram að jólum. Aumingja Jana í pössun hjá vandalausum í dag á meðan. Og enn eymir af sörum inni í frysti. Á þollák er það svo skata og blessuð hnetusteikin, búin að kaupa allar jólagjafir nema smá handa okkur Jönu frá afa alföður. Og búin að fara í jólaklippingu. Þá er hafið hér einnig sérstakt fyrir-jóla-át, en það einkennist einkum af svelti, hnetum og kannski einu ristuðu brauði og sódavatni, en þetta mun vera gott ráð fyrir jólin, að geta þá velt sér upp úr rjómasósum, puru, möndlugraut og malti, og burstað svo tennurnar upp úr rauðkáli og farið að sofa með grænar baunir inní eyrunum... Jæja jæja jæja, klukkan er níu og ennþá svoleiðis úti niðdimm nótt. Þarf að hengja upp þvott og gá hvort aumingjans bíllinn fer í gang, bensínlaus.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home