Gleðileg jól og gleði.
Jæja, þá eru hinir alheilögu dagar liðnir, umvafðir reyktu kéti og jólaöli. Í gær var fjölskyldujólaboðið háð með svoleiðis trylltu Trivial Persueti að annað eins hafði ekki sést í hálfa öld. Skipað var í fjögur lið og voru fjórir í hverju. Spennan var mikil og voru gestir (nota bene blóðskyldir) farnir að ógna hverjir öðrum með borðhnífnunum og ísskeiðunum með aðdróttunum á borð við: "Ert þú í þessu liði!" ef einhver svaraði rétt, eða "Þegiðu! Ég er að hugsa!" ef einhver fór að telja niður og á endanum: "Náðu í meira rauðvín fyrir mig" við börnin. Svo var dansað í kringum jólatréð við sérstakt fjórhent undirspil undirritaðrar og frænku og litla bredddan hún dóttir mín hnoðuð í bak og fyrir af ættingjum þangað til hún var þrisvar búin að gubba yfir nýja jólakjólin. Lið eiginmanns míns hafði stórsigur enda eina spurningin sem V gat ekki svarað sú "hvaða fjörður liggur á milli Flateyrar og Þingeyrar."
Dagurinn í dag fór hins vegar í heimsóknir víðs vegar um bæinn þangað til ég var búin að drekka 30 kaffibolla og horfa á Nigellu halda jólaboð en þá fór ég heim og skúraði. Á morgun ætla ég að reyna að slaka á, kannski að glugga í bækurnar sem ég fékk (engin "Bókajól" hjá "Barnafólki") og svo brenna í jólaglaðnin á Akranesi um kvöldið. Hér eru ennþá sörur í frysti. Ble á me.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home