23.1.07

Sund

Ég fór í sund í morgun, í fyrsta sinn í tæpa 7 mánuði. Synti svolítið og fór í gufuna og var öll hressari á eftir. Vesturbæjarlaugin er auðvitað sama kreðsan og flest allt hér í Vesturbænum, alveg makalaust. Rifjaði upp í huganum á meðan ég synti síðast þegar ég fór í sund. Það var eldsnemma að morgni 25. júní, ég hafði sofið illa enda öll undirlögð af óléttu, og dreif mig í pottinn í Vesturbæjarlauginni. Hitti þar fyrir einhverja karlakreðsu sem spjölluðu við mig og voru í viðbragðsstöðu að taka á móti barninu ef svo bæri undir. Ég varð vitni að hinu stórkostlega Müllersæfingaliði sem tekur sér stöðu þarna um sjöleytið á hverjum morgni en treysti mér nú ekki upp á bakann (eins og sjórekinn hvalur. Sjá meira um þessa sundferð hér). Síðan hef ég ekki farið í sund, fyrr en í morgun. Og mikið vatn er nú runnið til sjávar síðan, lítið barn skríðandi um gólf að æfa lokhljóðin sín og öng-. Mótar einnig fyrir s-i, en enginn orð enn..

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home