Af úldnum Íslandssálum, svikum, prettum, hræsni og hroka minna sjálfumglöðu og um dauðans óvissa tíma sjálfselskandi samlanda mína
Í morgun hitti ég ungan mann frá Slóvakíu. Ekki mun ég tíunda hér hvers vegna okkur rak á fjörur hvors annars nema það að þessi maður er mikið gæðablóð. Hann vann fyrir nokkrum mánuðum á nuddstofu hér í borg í heila tvo mánuði, 200 tíma, og fékk ekki krónu fyrir!!! Núna er hann hérna aftur og krafðist launa sinna við yfirmann sinn. "Kannski" fær hann að sjá eitthvað af peningunum sínum! Hann hefur einnig stafað á heilsulindum hér í Reykjavík (já, seinni liður - Spa) þar sem hann fullyrðir að Pólverjar hafi 800kr. á tímann og viti ekki einu sinni, jafnvel eftir margra mánaða eða ára vinnu, hvað Íslendingar í sama stafi hefur á tímann! ENGINN vill segja hvað hann er með í laun! Finnst ykkur þetta ekki ógeðslegt!? Tímakaupið sem hann er með gæti reyndar verið verra, en hann er samt með sama kaup á tímann þegar hann vinnur yfirvinnu! Hann er ennþá ógiftur en stefnir á að fá unnustu sína og barn til landsins. Hann spurði í hinu virðulega húsi kenndu við A- hvort væri betra fyrir hann að gifta sig hér eða úti. Svarið var að athöfnin yrði kannski fallegri hérna. HALLÓ!!!!!
Hann sagðist hafa átt sér draum um að koma til Íslands og hefja nýtt líf , upplifa gott og heiðarlegt, hjálplegt fólk ásamt stórfenglegri náttúru. Greinilega er bara annað þessara atriða að finna á þessu guðsvolaða landi þar sem öllum finnst æðislegt að lifa gervilífi, láta útlendingana vinna fyrir sig skítverk fyrir engan pening og safna yfirdrætti fyrir plasmaskjáum og jeppum. Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra (Lúk.23.34).
Hann sagðist hafa átt sér draum um að koma til Íslands og hefja nýtt líf , upplifa gott og heiðarlegt, hjálplegt fólk ásamt stórfenglegri náttúru. Greinilega er bara annað þessara atriða að finna á þessu guðsvolaða landi þar sem öllum finnst æðislegt að lifa gervilífi, láta útlendingana vinna fyrir sig skítverk fyrir engan pening og safna yfirdrætti fyrir plasmaskjáum og jeppum. Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra (Lúk.23.34).
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home