19.2.07

Sú rödd var svo fögur..

Haha, var niðri í geymslu að gramsa. Fann þar lítinn diskling hljóðritaðan á Sal í Tónó 12. 5. 2005 þar sem við stöllurnar Halldís Ó. vorum með rosa tónleika! Ég var að syngja Liedekreis eftir Schumann og Halldís hitt og þetta. Meira að segja einn dúett saman. Ég man ágætlega eftir þessu, ég var voða fín í nýjum kjól. Hlustaði svo eitthvað aðeins á diskinn fljótlega eftir að hann var tilbúinn en meikaði samt held ég aldrei að hlusta á þetta allt. Nema að núna skellti ég honum í græjurnar og þetta kom mér bara þægilega á óvart! Sérstaklega þegar ég var inni í eldhúsi en græjurnar inni í stofu, þá var þetta bara eins og að vera með útvarpið á! Svona er nú tíminn sniðugur þegar hann líður. Ég er ánægð með að geta hlustað á þetta án þess að skammast mín, sérstaklega af því að ég veit að núna er ég betri en þarna. Ég heyri líka hvað ég myndi gera öðruvísi núna og hvað ég hefði átt að vinna öðruvísi þarna svo ég held að þessi hlustun hafi verið mjög lærdómsrík fyrir Dolcinu litlu. Bolla bolla!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home