Reiði reiði reiði
Ó mig auma.
Í dag stefnir í að svifryksmengun í borginni slái nýtt met eða fari yfir 380 míkrógrömm á rúmmetra, en á nýársnótt mældist hún 1370 míkrógrömm á rúmmetra! Og vitiði kannski hver heilsuverndarmörkin eru? 50. FIMMTÍU míkrógrömm á rúmmetra! Og ekki frekar en venjulega segir nokkur maður neitt. Moggabloggararnir uppteknir við að blogga um mýs og kartöflur, skv. Vefmeynni en um heilsu lýðsins er ekkert sinnt. Ég meina, ungbörnin okkar eru látin sofa úti í þessum viðbjóði! Og AUÐVITAÐ hafa áhrif svifryksmengunnar EKKI verið rannsökuð hérna á Íslandi, en Bandarísk rannsókn sýndi að hún hefði varanleg skaðleg áhrif á lungu.
Hvað er hægt að gera í þessu. Ég skora á alla númer eitt tvö og þrjú að HÆTTA að nota helvítis einkabílinn. Og ALDREI kaupa flugelda. Svo er ég farin á fund með umboðsmanni alþingis. Ég borga skatta í þessu landi og hlýt að eiga þann mannrétt að fá að anda að mér hreinu lofti. Þokkalega skal ég fara á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og pumpa þá um þetta. Hver er með? Hah, og tók einhver eftir litlu sætu "fréttatilkynningunni" á forsíðu Moggans í gær, um hvað sjálfstæðismenn væru orðnir Hægri grænir?!?!?! Oj.
p.s. síðasti póstur var nr. 500. Bloggafmæli.
Í dag stefnir í að svifryksmengun í borginni slái nýtt met eða fari yfir 380 míkrógrömm á rúmmetra, en á nýársnótt mældist hún 1370 míkrógrömm á rúmmetra! Og vitiði kannski hver heilsuverndarmörkin eru? 50. FIMMTÍU míkrógrömm á rúmmetra! Og ekki frekar en venjulega segir nokkur maður neitt. Moggabloggararnir uppteknir við að blogga um mýs og kartöflur, skv. Vefmeynni en um heilsu lýðsins er ekkert sinnt. Ég meina, ungbörnin okkar eru látin sofa úti í þessum viðbjóði! Og AUÐVITAÐ hafa áhrif svifryksmengunnar EKKI verið rannsökuð hérna á Íslandi, en Bandarísk rannsókn sýndi að hún hefði varanleg skaðleg áhrif á lungu.
Hvað er hægt að gera í þessu. Ég skora á alla númer eitt tvö og þrjú að HÆTTA að nota helvítis einkabílinn. Og ALDREI kaupa flugelda. Svo er ég farin á fund með umboðsmanni alþingis. Ég borga skatta í þessu landi og hlýt að eiga þann mannrétt að fá að anda að mér hreinu lofti. Þokkalega skal ég fara á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og pumpa þá um þetta. Hver er með? Hah, og tók einhver eftir litlu sætu "fréttatilkynningunni" á forsíðu Moggans í gær, um hvað sjálfstæðismenn væru orðnir Hægri grænir?!?!?! Oj.
p.s. síðasti póstur var nr. 500. Bloggafmæli.
|