26.2.07

Reiði reiði reiði

Ó mig auma.

Í dag stefnir í að svifryksmengun í borginni slái nýtt met eða fari yfir 380 míkrógrömm á rúmmetra, en á nýársnótt mældist hún 1370 míkrógrömm á rúmmetra! Og vitiði kannski hver heilsuverndarmörkin eru? 50. FIMMTÍU míkrógrömm á rúmmetra! Og ekki frekar en venjulega segir nokkur maður neitt. Moggabloggararnir uppteknir við að blogga um mýs og kartöflur, skv. Vefmeynni en um heilsu lýðsins er ekkert sinnt. Ég meina, ungbörnin okkar eru látin sofa úti í þessum viðbjóði! Og AUÐVITAÐ hafa áhrif svifryksmengunnar EKKI verið rannsökuð hérna á Íslandi, en Bandarísk rannsókn sýndi að hún hefði varanleg skaðleg áhrif á lungu.
Hvað er hægt að gera í þessu. Ég skora á alla númer eitt tvö og þrjú að HÆTTA að nota helvítis einkabílinn. Og ALDREI kaupa flugelda. Svo er ég farin á fund með umboðsmanni alþingis. Ég borga skatta í þessu landi og hlýt að eiga þann mannrétt að fá að anda að mér hreinu lofti. Þokkalega skal ég fara á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og pumpa þá um þetta. Hver er með? Hah, og tók einhver eftir litlu sætu "fréttatilkynningunni" á forsíðu Moggans í gær, um hvað sjálfstæðismenn væru orðnir Hægri grænir?!?!?! Oj.

p.s. síðasti póstur var nr. 500. Bloggafmæli.

|

22.2.07

Af úldnum Íslandssálum, svikum, prettum, hræsni og hroka minna sjálfumglöðu og um dauðans óvissa tíma sjálfselskandi samlanda mína

Í morgun hitti ég ungan mann frá Slóvakíu. Ekki mun ég tíunda hér hvers vegna okkur rak á fjörur hvors annars nema það að þessi maður er mikið gæðablóð. Hann vann fyrir nokkrum mánuðum á nuddstofu hér í borg í heila tvo mánuði, 200 tíma, og fékk ekki krónu fyrir!!! Núna er hann hérna aftur og krafðist launa sinna við yfirmann sinn. "Kannski" fær hann að sjá eitthvað af peningunum sínum! Hann hefur einnig stafað á heilsulindum hér í Reykjavík (já, seinni liður - Spa) þar sem hann fullyrðir að Pólverjar hafi 800kr. á tímann og viti ekki einu sinni, jafnvel eftir margra mánaða eða ára vinnu, hvað Íslendingar í sama stafi hefur á tímann! ENGINN vill segja hvað hann er með í laun! Finnst ykkur þetta ekki ógeðslegt!? Tímakaupið sem hann er með gæti reyndar verið verra, en hann er samt með sama kaup á tímann þegar hann vinnur yfirvinnu! Hann er ennþá ógiftur en stefnir á að fá unnustu sína og barn til landsins. Hann spurði í hinu virðulega húsi kenndu við A- hvort væri betra fyrir hann að gifta sig hér eða úti. Svarið var að athöfnin yrði kannski fallegri hérna. HALLÓ!!!!!
Hann sagðist hafa átt sér draum um að koma til Íslands og hefja nýtt líf , upplifa gott og heiðarlegt, hjálplegt fólk ásamt stórfenglegri náttúru. Greinilega er bara annað þessara atriða að finna á þessu guðsvolaða landi þar sem öllum finnst æðislegt að lifa gervilífi, láta útlendingana vinna fyrir sig skítverk fyrir engan pening og safna yfirdrætti fyrir plasmaskjáum og jeppum. Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra (Lúk.23.34).

|

19.2.07

Sú rödd var svo fögur..

Haha, var niðri í geymslu að gramsa. Fann þar lítinn diskling hljóðritaðan á Sal í Tónó 12. 5. 2005 þar sem við stöllurnar Halldís Ó. vorum með rosa tónleika! Ég var að syngja Liedekreis eftir Schumann og Halldís hitt og þetta. Meira að segja einn dúett saman. Ég man ágætlega eftir þessu, ég var voða fín í nýjum kjól. Hlustaði svo eitthvað aðeins á diskinn fljótlega eftir að hann var tilbúinn en meikaði samt held ég aldrei að hlusta á þetta allt. Nema að núna skellti ég honum í græjurnar og þetta kom mér bara þægilega á óvart! Sérstaklega þegar ég var inni í eldhúsi en græjurnar inni í stofu, þá var þetta bara eins og að vera með útvarpið á! Svona er nú tíminn sniðugur þegar hann líður. Ég er ánægð með að geta hlustað á þetta án þess að skammast mín, sérstaklega af því að ég veit að núna er ég betri en þarna. Ég heyri líka hvað ég myndi gera öðruvísi núna og hvað ég hefði átt að vinna öðruvísi þarna svo ég held að þessi hlustun hafi verið mjög lærdómsrík fyrir Dolcinu litlu. Bolla bolla!

|

8.2.07

Hjálp!

Okkur vantar nauðsynlega barnapössun fyrir dóttur vora. Almennt. V er farinn aftur að vinna og óperustúdíó að byrja á fullu. Skrópaði í skólanum í dag sökum þessa. Ef einhver þekkir einhverja barngóða manneskju sem er laus nokkra tíma á dag nokkrum sinnum í viku má viðkomandi ENDILEGA hafa samband! Laun etv í boði. Annars vantar pössun strax á mánudagsmorgun (ca 10 - 13) svo ef einhver býður sig fram...

Var að koma af Flagara í framsókn, aðalæfingu. Það var bara mjög gaman, skemmtileg sýning með góðum söguþræði sem kemur sífellt á óvart, og vægast sagt litríkum karakterum! Mæli með.

Góða nótt.

|

6.2.07

I - I - IKEA!

Við mæðgurnar fórum í okkar jómfrúarferð í hið nýja IKEA í dag, ásamt SST og SKN. Það var að vonum mikið keypt og við mæðurnar brutum móðurlíf okkar til mergjar yfir hádegismat og fullkomnu IKEA-kaffi. Nú er "skpiulagið" á heimilinu að komast í gott horf og allir skápar hreinir og nýraðaðir líka! Ah.

Annars er það um þessar mundir aðallega Elías Mar sem gleður mig með útvarpssögunni, en það ku vera verk eftir hann sjálfan, og nefnist Eftir örstuttan leik. Það er hrein unun á að hlýða. Einhvern veginn hef ég undanfarna daga verið akandi þegar þessi gleðilegasti viðburður dagsins á sér stað og er betri manneskja eftir hvern lestur.
Jana stendur nú upp í rúminu sínu og helst upp við aðra hluti sem hún nær í, pissar í koppinn, vinkar næstum því, spjallar heil ósköp, skríður ýmist á maga eða 4 fótum til skiptis, borðar graut, sætar kartöflur, kartöflur, blómkál, brokkolí, epli, og ávaxtamauk og drekkur STUTE ávaxtasafa, vatn og brjóstamjólk. Congito ergo sum. Auf wiedersehen!

|