27.11.07

FRAMHALDSSTIGSTÓNLEIKAR FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM Í REYKJAVÍK


Tinna Sigurðardóttir, sópran
Hrefna Eggertsdóttir, píanó


Áskirkju, 2. desember 2007 kl. 17

Á efnisskránni eru verk eftir Pál Ísólfsson, Brahms, Bernstein, Fux, Conti og Dvořák

Sérstakir gestir:
Anna Vala Ólafsdóttir, alt
Matthías I. Sigurðsson, klarínett
Haraldur Þrastarson, básúna
Oddný Þórhallsdóttir, fagott

ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR!

|

25.11.07

"Eru tvíburar í ættinni?"

(svar: Nei, ennnn....:)

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja, sem er mun algengara. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að miklu leyti eins. Eins og Guðmundur Eggertsson bendir á í svari sínu við spurningunni Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni? eru eineggja tvíburar samt aldrei alveg nákvæmlega eins sem sýnir og sannar að genin ein ráða ekki öllu um þroska einstaklingsins. Tvíeggja tvíburar verða hins vegar til úr tveimur eggjum og tveimur sæðisfrumum og eru ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini.

Á bandaríska vefsetrinu ScientificAmerican.com er að finna umfjöllun um tvíbura og þá þætti sem auka líkur á tvíburafæðingum. Þar kemur fram að það að eignast tvíeggja tvíbura virðist bundið í erfðir að einhverju leyti þar sem rannsóknir sýna að þeir eru algengari í sumum fjölskyldum en öðrum. Að eignast eineggja tvíbura virðist aftur á móti ekki ganga í erfðir. Vissulega eru til fjölskyldur þar sem eineggja tvíburar skjóta oft upp kollinum en það eru tiltölulega fá dæmi og frekar litið á það sem ómarktæka undantekningu.

Rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst frá móðurinni komið ef um tvíeggja tvíbura er að ræða en faðirinn hefur ekki áhrif þar á. Þar kemur til að sumar konur eru líklegri til að losa fleiri en eitt egg við egglos og þar með aukast líkur á tvíeggja tvíburum.
Aldur móður virðist einnig hafa nokkur áhrif á það hversu líkleg hún er til að eignast tvíeggja tvíbura en líkur á að eignast tvíbura aukast eftir að kona er komin á fertugsaldurinn. Sem dæmi má nefna að 37 ára kona er fjórum sinnum líklegri til þess að eignast tvíbura en 18 ára kona.

Loks er nokkuð breytilegt eftir kynþáttum hversu algengir tvíeggja tvíburar eru. Það er til dæmis 10 sinnum algengara að kona í Vestur-Afríku eignist tvíbura en kona í Kína eða Japan en líkur á að kona af evrópskum uppruna eignist tvíbura liggja þar á milli.

Áhugasömum er bent á að kynna sér áður nefnda grein á ScientificAmerican.com en þetta svar er byggt á upplýsingum þaðan. Um þessa spurninguDagsetningÚtgáfudagur9.7.2003
Flokkur:Raunvísindi> Lífvísindi: mannslíkaminn
Efnisorð
tvíburar eineggja tvíeggja móðir faðir erfðir

Tilvísun
EDS. „Er arfgengt að eignast tvíbura?“. Vísindavefurinn 9.7.2003. http://visindavefur.is/?id=3570. (Skoðað 25.11.2007).

Höfundur
EDS



--------------------------------------------------------------------------------

|

24.11.07

Jóladagatal Tinnu

26. nóv FRAMHALDSSTIG
29. nóv skila heimaprófi í bókmenntafræði
1. des skírn
2. des TÓNLEIKAR Í ÁSKIRKJU KL. 17!
3. des halda fyrirlestur um ritgerð sem ég er ekki byrjuð á
4. des syngja í aðventustund á LSH (óstaðfesti). Skila prófarkalestri.
5. des mæðraskoðun
9. des brúðkaup á Akureyri
15. des próf í straumum og stefnum
20. des deadline að skila ritgerðinni sem ég er ekki byrjuð á...en ef ég verð dugleg og klára hana í kringum 15.12 gætu dagarnir fram að jólum litið svona út:
-baka sörur
-setja krem á sörur
-setja súkkulaði á sörur
-baka Jólaviðarkubb..
-skreyta!
-kaupa jólagjafir?
-hitta vini sem eru á landinu í jólafríi
-njóta þess að vera til... :)

|

20.11.07

Bömmer

Ég gleymdi nestinu mínu heima og neyðist til að eyða formúgu í skyndibita úr Melabúð. Hm. Gæti orðið eitthvað eins og samloka og kók. Oh well.
Í gær keypti mamma þurrkara handa mér :) Hann kemur með fyrri ferð á morgun.

|

19.11.07

Hvað er svona merkilegt við...

bókmenntafræði?


Hefur þessi grein haft eitthvað fram að færa sem hefur haft notagildi fyrir heiminn? (ok.. nú verð ég grýtt!)

Ég er bara að fríka út á endalausum greinum um hugsanlega greiningu á hinu og þessu verkinu með einhverjum fáránlegum (FÁRÁNLEGUM) líkönum um allar trissur! Hvað er verið að reyna að sýna fram á? Fyrir mér.. að til séu hópar af fólki sem drekkur fullt af kaffi og rausar og rausar þannig að heilu ritin og ritgerðirnar um bókmenntatúlkun og greiningu renna upp úr því. Svolítið eins og Bernstein lýsir tónlist: "Music is a lot of men in a lot of tails making lots of noise like a lot of females! Music is lot of folks in a big dark hall where they really don't want to be at all, with a lot of chairs and a lot of airs, and a lot of furs and diamonds!"
Og Freud! Hvað var hann að spá? Ég horfi á dóttur mína 17 mánaða leika sér við föður sinn, ætli hún sé að keppa við mig mig um ást hans!? Ekki er öll vitleysan eins.
Ekki er öll vitleysan jafn laus við tilgang.
Í gær fékk ég svo sendan ís heim með heitri sósu. Frá hr. X..

Verkefni dagsins: Senda handrukkara á lygarana í Elko.

|

13.11.07

Ólétta

Varúð: Ekki fyrir þá sem nenna ekki að lesa um það að vera óléttur..


Jæja. Nú eru tvíburarnir orðnir 23ja vikna og tveggja daga. Skörp skil hafa orðið á líkamlegri líðan. Mér finnst mjaðmagrindin vera risastór bastkarfa, full af ávöxtum (leg sem inniheldur 2 börn (um 600gr hvort) og 2 fylgjur), og líðanin eftir því. Myndi helst vilja hanga á stóra gymnastíska boltanum mínum bara allan daginn.. Finnst ég vera eins og lítil en stækkandi steypireyður, kúlan framstæð og börnin sparka í allar áttir og flest líffæri, allan hringinn! Ég er alltaf svöng og þreytt. Og enn eru eftir 3 vikur í 3. þriðjunginn. Á þessum tíma fara konur í Danmörku í fæðingarorlof! Ég ætla að reyna að fara í orlof eftir áramót, en enn eru nokkrar pligtir sem standa skal, t.d. framhaldsstigið mikla 26. nóv, tónleikar 2. des, ritgerð og próf.. Ég ætla að reyna að flýta prófinu sem ég fer í til 12. desember, þá mun ég væntanlega eiga eitthvað eftir af ritgerðinni minni en svo vona ég að ég geti notið jólanna í huggulegheitum og hvílt mig fyrir átökin (settur dagur 9. mars).
Morgnarnir eru þaktir sinkkremi og hafragraut, maður þakkar fyrir að komast þokkalegur út úr húsi á morgnana. Jans er ánægð hjá dagmömmunni. Hún er komin í sérherbergi og sefur meira að segja stundum þar inni, einu sinni heila nótt! Hún er farin að leika sér í mömmó af miklum móð og innlifun, tel ég það góðan fyrirboða. Hún er annars yndislegt barn og skemmtilegt, eins og hún á kyn til :)
Af óléttu er ekki fleira að frétta að sinni, nema ég er með blóð og slím og legvatn á heilanum.. Alltaf til í kvöldgesti, sérstaklega ef þeir taka með sér súkkulaði..

|