Alveg hreint með ólíkindum hvað eitt barn getur sogið brjóst af mikilli áfergju. Það er alveg kostulegt að sjá þegar dóttir mín stingur sér á brjóstið eins og ránfugl á hlaupandi bráð. Hún hefur nú náð slíkum félagslegum þroska að brjóstið á yfirleitt ekki athygli hennar lengur en ca hálfa til eina mínútu í einu og þá slítur hún sig frá, mjög lekkert. En ekki líður á löngu áður en leitin að týndu geirvörtunni hefst á ný og litla andlitið borar sig ofaní brjóstið með allt að því grimmilegum hljóðum!
Jæja, þetta var nú ekki fyrir viðkvæma og væri kannski betur óbirt/sagt látið.
En ég hef nú tekið mig til og er búin að mæta í háskólann einu sinni, í bókmenntasögu sem mér líst mjög vel á. Held að egypsk erótíkurljóð, Gilgames og Kóraninn - best off henti vel með barnastússi og óperu.
Bíllinn er ennþá bil svo við tökum strætó í sund á eftir.
Jana kann að fara upp á hnén en er svo föst í þeirri skriðstellingu. Farin að hjala í annarri tóntegund, einbeitir sér nú einkum að ein- og tvístrikaðri áttund. Svo eru tennur tvær í neðri góm á fullu upp úr tannholdi. Fékk tannbursta í gær. En ég smurði aftur á móti á mig tankremi.
Bráðum kemur betri tíð,
með blóm í haga.