31.10.06

rapport

Jæja, ég narraði hana Höllu í einhvern samtíning í gærkveldi og hún kom með kynstrin öll af kóladrykkjum.
Hér hefur enginn kúkur borist í bleyju í heila viku og bíð ég spennt eftir hvert prump hvað verða vill. Ekkert enn.
Eiginmaður á afmæli á morgun. Bakstur í uppsiglingu.
Á morgun fer ég að skoða leikskóla í Marargötu.
Er með bólu á hökunni. Afrifu í munnviki. Óendanlegt hárlos. Byrja í Hreyfingu á morgun. Gud bevares.
Bregður þegar fer að dimma svona. Áðan var klukkan rétt um sex og mér fannst hún vera orðin tíu.
Elska Jönu út af lífinu. Hún er algjört æði og ég myndi setja inn mynd ef það væri ekki fyrir UBUNTU, Linux stýrikerfi sem eiginmaðurinn var að setja upp í fartölvunni, en við getum ekki upplódað myndum í tölvuna enn sem komið er. Munum læra það. Hún leikur við hvurn sinn fingur, brosir og hjalar og er alltaf svo góð. Var í pössun í dag hjá Hildi frænku og verður núna í pössun eitthvað á hverjum degi víðs vegar um bæinn þegar ég fer í leikfimina miklu. Byrjar í ungbarnasundi á fimmtudaginn.
Alltaf opin fyrir gestum.

Hér eru svo klaufabárðarnir á "vychodniarsky" sem er mállýska töluð í austurhluta Slóvakíu. Hrikalega fyndið. Ég er orðin húkkt á YouTube og hef fundið nokkur skondin klaufabárðaklipp. Svo er annað á tékknesku. Tékkneskt götumál.

|

30.10.06

Vangaveltur

Af hverju er svona mikil gubbulykt af mér?

|

Heimsmetadagur Guinnes?

Jæja, so far hefur ENGINN hringt í mig, sent mér sms eða hafið samskipti á msn að fyrra bragði. Og ég er bara búin að tala við 7 manneskjur í allan dag.

|

Ocimum basilicum

Æ er ekki einhver til í að skreppa til mín í kaffi og stytta mér stund eða svo.. nenni alls ekki að taka til. En viðkomandi verður að drekka kaffi, annað er moodbreaker (skapspillir).

|

21.10.06

Dagdraumar

... Gelato með biscotti.. mmm...
og.. sæti latínuleikarinn í 6 degrees..
Engin flensa...


...Mínus 10 kg. takk.-
..búin með BAgráðu.. og jafnvel MA?

...metin að verðleikum...
skemmtileg vinna þar sem hugmyndaflug mitt fær ótakmarkað rými...
vín..
..lítið hús með garði.. hundur?? 3 önnur börn (og 5 barnapíur)
..gaseldavél. myndlistaferill engar peningaáhyggjur!
nægur tími til að taka til almennilega - eða ennþá betra: HÚSHJÁLP!

sól á íslandi . . . Flygill í stofunni já það er frábær dagdraumur
... taka þátt í fjörugri uppfærslu eins og til dæmis West Side Story...
kaffi með Marjon á hverjum degi.. picknick með litlu fjölskyldunni.. frí í tékklandi með fullt af bjór og bílaleigubíl...
.. fá tvo heila svefndaga... á hóteli með Spa-i...

|

19.10.06

Krankheit

Hér hafa veikindi riðið húsum, barnið með hor í nös en hraust að öðru leyti, en móðirin öllu verri til heilsunnar og um það bil að fríka út eftir tveggja daga samfleytta inniveru. Móðir móðurinnar hefur þó verið dugleg að hughreysta dóttur sína og fært henni mat og drykk óspart. Og eiginmaðurinn gangsetti DVD spilarann í tölvunni auk þess sem eiginkonan gat gónt á heilu þáttaraðarnar og Mission Impossible 3 án þess að nokkur DVD spilari væri gangsettur. Baulaðu nú Búkolla mín ef þú ert nokkurs staðar á lífi.

|

17.10.06

Heiðra skulum vér Herrann Krist


|

5.10.06

Söm en þó ekki.

Eins pólitískt og þetta blogg mitt er orðið finnst mér tímabært að koma með eina færsu fyrir ykkur, fólkið sem les bloggið í leiðinlegu vinnunni sinni eða gagnslausa náminu, um mína persónulegu hagi og hægláta líf. Hver eruði annars, sem heimsækið síðu þessu? Ég hef heimilidir fyrir því að hingað komi nær daglega um 20-30 manns, frá ýmsum heimshornum. Flestir eru frá Íslandi, og þá einhverju landi sem kallast N/A(--), sem ég hef ekki hugmynd um hvað getur verið, nema ef vera skyldu Færeyjar?? Annars eru í topp 10 sætunum þess utan Danmörk, Þýskaland, UK, Bandaríkin, Svíþjóð, Holland, Finnland og Frakkland. Þá hef ég fengið heimsóknir frá Singapúr, Bangladesh og Malawi, Kína, Rússlandi, Búlgaríu og Egyptalandi! Já hugurinn hvarflar víða.
Áður var ég önnur, en þó söm. Nú er allt breytt, því ég á barn sem drekkur brjóst og vill láta halda á sér. Svo er ég gift. Áður var ég ekki gift. Ég bjó í kjallara og átti marga kærasta um allan heim. Svo bjó ég í útlöndum og var framandi persóna með marga hæfileika. Ég talaði tungum og fór til Sarajevó. Mér fannst ég svo agalega merkileg manneskja. En ég er í rauninni bara venjuleg. Gift. Móðir. Sem nenni ekki að þrífa eldhúsið heima hjá mér. Og þá skælir blessað skinnið í vöggunni eins og stungin grís. Vinsamlegast gerðu grein fyrir ferðum þínum, lesandagrey!

|