31.5.05

Desperate housewife.

Ah. Loksins hef ég talið í mig kjark til að hefja blogg á ný. Eftir prófin hefur tíminn farið í innbúskaup, 2 nýjar mublur í þessari litlu íbúð, believe it or not, "hivingu" heimilisins (já, 2 tölvur sítengdar, í þessari litlu íbúð) undirbúning tónleika í Oddakirkju þann 23. júní næstkomandi og svo auðvitað blessað brauðstritið í Sóltúni. Þá afrekuðum við skötuhjúin að horfa á tvo síðustu þættina í seríunni um desparate housewifes, við erum orðin svo húkt, og eftir að við hæfuðumst er stanslaust niðurhalning í gangi, 24 hours a day. Ekki má gleyma því að fyrr í þessum mánuði festi ég kaup á knapa nokkrum rauðum, er gengur undir nafninu hjólið. Mikil bylting hefur orðið í lífi mínu eftir þessi bestu kaup sem gerð hafa verið, t.d. hjólaði ég í gær allt Seltjarnarnesið og út í Gróttu og þar var fagurt um að litast. Þá hélt ég áfram förinni um Seltjarnarnesið og til baka út á granda þar sem ég hitti hana Rut frænku mína snögglega. Eftir það hjólaði ég Kaplaskjólsveginn út á Ægisíðu, fornar æskuslóðir, og alla leið út í Nauthólsvík. Í þann mund sem ég var komin þangað komu 4 orrustuflugvélar svífandi með þvílíkum dómsdagshávaða að allt ætlaði um koll að keyra og blessuð börnin á sumarnámskeiðum í Nauthólsvík héldu að 11. september væri upp runninn. Það hélt ég reyndar líka, þetta var svo óhugnanlegt, þær voru svo nálægar flaugarnar, svifu í oddaflugi, og svo tók ein sig til og tók beint strik upp í loftið og snérist í hringi.. Bandaríkjamenn eru ruglaðir. Seinna heyrði ég í fréttunum af einhverri serímóníu í Fossvoginum. Gat skeð. Svo hjólaði ég mína leið heim og át og drakk og dandalaðist ein með sjálfri mér þar til ég fór í vinnuna. Í dag ætlaði ég mig hvergi að geta hrært úr fleti mínu fyrr en um hálf ellefu, svei sé því, og þó ekki því ég lá fyrir nokkra stund alklædd og lék einhvern tetrislegan leik í símanum... Victor var á einhverju ægilegu námskeiði í vinnunni og kom heim í hádeginu aldrei þessu vant og hin aðþrengda eiginkona skellti í léttan pastarétt. Síðan fór ég aðeins í sund og lét mig sjóða í heitum pottum sundhallar Reykjavíkur. Tók stuttan sprett í lauginni og ákvað svo að það væri svo heimskonulegt veður að ég yrði að fá mér kaffi á Beyglunni. Fékk mér sojalatte sem hefði betur aldrei verið, því hann er vondur sem brunnið poppkorn. En karamellumöffinsið var frábært. Nú er kominn tími til að haska sér í vinnuna, hjólandi með hjálm í sjálflýsandi vesti!

|

14.5.05

Afsakið hlé


|

11.5.05

Bara einn dag enn!

Bara einn dag enn!

Rauðvín!

|

9.5.05







You Belong in Rome


You're a big city girl with a small town heart

Which is why you're attracted to the romance of Rome

Strolling down picture perfect streets, cappuccino in hand

And gorgeous Italian men - could life get any better?


What City Do You Belong in? Take This Quiz :-)



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.




|

Niðurgangur

Ég er að fara að syngja fyrir þennan mann á eftir.

|

Hlégestr

Góðan dag. Nafn mitt er FM.

|

4.5.05

brjál

AAAAHAHAHAHAHAHAH! ÉG heiti MORFEM! Og nú kem ég og ÉT ÞIG!!!!!!!

|

Einasta eitt

Það er einungis eitt sem leyfir manni að drekka gosdrykki ( í mínu tilviki pepsí maggs) án samviskubit: próflestur.
Ég er búin að laga til í eldhússkápunum á vafningspilsi og var að elda mér mat.. svo ætla ég að byrja að læra orðhlutafræðina og hljóðbeygingarreglurnar til hlítar.. með kók (pepsí) í glasi.

|

3.5.05

Voði og vesæld

Ég er ómöguleg.

|

1.5.05

Veikindi

Í gær var ég veik. Undi ég því ekki nema í meðallagi vel. Lítið gat ég lært, en þess í stað lá ég upp í rúmi með elskhuga mínum og horfði á Quantum Leap, the Pilot. Þættir þessir munu hafa litið dagsins ljós fyrst árið 1989. Þetta var skemmtilegt. Þegar ég hafði lagt mig og lesið smá í Stormi reyndi ég aðeins að læra. Þegar ég var búin að fá ógeð á forneskjulegu yfirbragði Orðhlutafræðibókarinnar eftir Eirík Rögnvaldsson tók ég mig til og rausaði við Victor yfir því hvað háskólakerfinu væri úthlutaður lítill peningur. Í staðinn fyrir að borga kennurunum almennilega fyrir að gera almennilegar rannsóknir og almennilega kennara á meðan þeir sitja að rannsóknarstörfum og fá almennilegt kennsluefni, ekki eitthvað sem var endurútgefið í fjórða sinn árið 1990, uppsett á hryllilega óaðgengilegan hátt og textinn vel til þess fallinn að vinna úr honum verkefni í Aðferðafræði: ("STYTTIÐ!"), jah, hvað dettur stjórnvöldum í hug að gera? Hækka helvítis innritunargjöldin! Á maður að borga fyrir ÞETTA! Pirr.
En eftir þetta eldaði ég dýrindismat sem til þess er fallinn að deila með lesendum:

Hvítlaukur og engifer er steikt við vægan hita í ólífuolíu.
Blaðlaukur (er það ekki púrrulaukur) er sakaður, sniðugt að nota græna hlutann því hann er fallegur á litinn. Þessu er bætt við hitt.
Eftir nokkra stund er rækjum blandað saman við (frosnar, búið að affrysta með því að buna á þær köldu vatni)
Beðið eftir að pastað sjóði (penne t.d.)
Þegar pastað er við að það að verða tilbúið er kapersi og sökuðum sellerístauk bætt við í sósuna, og ef til vill hvítvíni. Lime börkur rifinn yfir.
Látið renna af pastanu og sósunni blandað saman við. Mjög gott!

|