1.5.05

Veikindi

Í gær var ég veik. Undi ég því ekki nema í meðallagi vel. Lítið gat ég lært, en þess í stað lá ég upp í rúmi með elskhuga mínum og horfði á Quantum Leap, the Pilot. Þættir þessir munu hafa litið dagsins ljós fyrst árið 1989. Þetta var skemmtilegt. Þegar ég hafði lagt mig og lesið smá í Stormi reyndi ég aðeins að læra. Þegar ég var búin að fá ógeð á forneskjulegu yfirbragði Orðhlutafræðibókarinnar eftir Eirík Rögnvaldsson tók ég mig til og rausaði við Victor yfir því hvað háskólakerfinu væri úthlutaður lítill peningur. Í staðinn fyrir að borga kennurunum almennilega fyrir að gera almennilegar rannsóknir og almennilega kennara á meðan þeir sitja að rannsóknarstörfum og fá almennilegt kennsluefni, ekki eitthvað sem var endurútgefið í fjórða sinn árið 1990, uppsett á hryllilega óaðgengilegan hátt og textinn vel til þess fallinn að vinna úr honum verkefni í Aðferðafræði: ("STYTTIÐ!"), jah, hvað dettur stjórnvöldum í hug að gera? Hækka helvítis innritunargjöldin! Á maður að borga fyrir ÞETTA! Pirr.
En eftir þetta eldaði ég dýrindismat sem til þess er fallinn að deila með lesendum:

Hvítlaukur og engifer er steikt við vægan hita í ólífuolíu.
Blaðlaukur (er það ekki púrrulaukur) er sakaður, sniðugt að nota græna hlutann því hann er fallegur á litinn. Þessu er bætt við hitt.
Eftir nokkra stund er rækjum blandað saman við (frosnar, búið að affrysta með því að buna á þær köldu vatni)
Beðið eftir að pastað sjóði (penne t.d.)
Þegar pastað er við að það að verða tilbúið er kapersi og sökuðum sellerístauk bætt við í sósuna, og ef til vill hvítvíni. Lime börkur rifinn yfir.
Látið renna af pastanu og sósunni blandað saman við. Mjög gott!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home