29.4.05

...mér hefur borist kæra á hendur yður..

..sem ég var viss um að rangt mál væri að segja á hendur yður. Í huganum var ég búin að semja langa greinagerð til að senda Ríkislögregluembætti Suðurlands, um að fráleitt væri að nota þgf. þar sem auðsjáanlega skyldi vera ef. Setji ég hins vegar ég í stað yður sé ég að Ríkislögreglustjóri hefur rétt fyrir sér. Ekki myndi maður segja á hendur mín?
Svona getur nú verið gott að hugsa sig um einstöku sinnum.

Að öðru. Fyrir nánast hverja einustu vakt sem ég vinn hér í Sóltúni tek ég með mér reiðinnar ósköp af skólabókum og lýg að sjálfri mér að ég muni eyða sem mestum tíma í lærdóm. Það hef ég nánast aldrei gert. Ó ó. Hefði ég verið Viðar Hreinsson hefði ég altént ekki gefið sjálfri mér svona hátt fyrir bókmenntaritgerðina. Hann vill greinilega að ég gleymi sér aldrei. Hann hafði því um einungis tvennt að velja, gefa mér háa einkunn, eða bjóða mér út að borða..

|

26.4.05

Margt bendir til þess að ég sé hálfskrýtin...





You Are 50% Normal

(Somewhat Normal)









While some of your behavior is quite normal...

Other things you do are downright strange

You've got a little of your freak going on

But you mostly keep your weirdness to yourself



|

Hasta la vista!





Your Inner European is Spanish!









Energetic and lively.

You bring the party with you!



|

25.4.05

Farir ekki sléttar

Þess má geta að í gær var ég tekin fyrir ofhraðan akstur og mér gert að greiða mörgþúsundir króna í sekt. Blóðpeningar. Í bílnum með mér voru afi minn aldraður og unnusti minn, útlendingur. Klukkan var rúmlega 10 að morgni og ekki sála á ferli. Sei sei. Ekki er öll vitleysan eins.

|
Ég er búin með rúmlega einn tíunda af heimaprófinu.

|

Beðið eftir gjörðum Viðars Hreinssonar

Nú hef ég plantað mér fyrir framan tölvuna hér heima í stofu og bíð í ofvæni eftir að fá heimapróf sent í tölvupósti. Mun það valda ángist eður ánægju? Vek athygli á sérlegri könnun sem ég er mjög ánægð með að hafa komið fyrir upp á spýtur eigin. Góðar stundir.

|

22.4.05

Maðurinn með fýluna er farinn, en kominn annar með rakspíring mikinn.
Glósurnar í bókmenntasögu eru komnar á áttundu blaðsíðu með 10 punkta letri! Og ég er rétt að byrja á Stephani G. Meinn godd.

|
Maðurinn við hliðina á mér ber af sér ókennilega daun.

|

Vegna fjölda áskoranna..

..hef ég ákveðið að rjúfa bloggfríið svokallaða, enda var það nú bara ímyndun. Ég held ég þurfi smá frí sjálf frá þessum agalega próflestri. ó ó ó. Það er svo vont að undirbúa sig fyrir heimapróf OG vera að fara í próf strax daginn eftir að heimaprófinu líkur. Ach ach. Ógleði og þreyta. Samt er ég komin hér upp á bókhlöðuna miklu, sem er opin, þótt komið sé sumar. Endemis íhaldssemi að halda þennan dag heilagan, eins og hvern annan sunnudag. Á morgun verður víst ekki mikið lesið, hvað þá á sunnudaginn, þegar litla skrípið fermist. Við bróðir minn erum hins vegar búin að undirbúa ódauðlegt skemmtiatriði. Og þá meina ég ódauðlegt.

|

18.4.05

Tilkynning

Nú verður gert hlé á bloggi þessu vegna próflesturs.
Tilkynni að ég er að syngja á tónleikum klukkan 14 í Norrænahúsinu laugardaginn 23. apríl nk.

Þakkir,

|

15.4.05

Syndin

Tilkynni að ég er að verða búin með eitt rauðvínsglas. Samt er klukkan rétt tólf núll níu. Æi. Þið skiljið hvað ég á við.

|

Söngkonan Tinna Siguðardóttir hefur nú lokið miðstigi. Höllu Oddnýju og Írenu eru þakkaður veittur stuðningur. Posted by Hello

|

13.4.05

Ritgerðin

Á bókhlöðunni eru allir með græna eyrnatappa.

Nýjustu fréttir eru að ég er búin með 1759 orð, komin á 6. blaðsíðu og full andagiftar!

|

12.4.05

Putin c'est pas vrai..

Heh, það var verið að bjóða mér gigg!

En ekki spyrja mig um það, því það er ekki víst að ég taki því..

|

11.4.05

Úr leik og starfi

Jæja. Nú es emk kona einsömul. Það er að segja, ég hefi eignast sambýlismann.
Það er gott og blessað. Hann er núna að leita sér að vinnu, og á morgun getum við vonandi leyst dótið hans úr tollinum, sjá færslu fyrir neðan. Þegar þetta tvennt verður að fullu unnið, þ.e. að leysa út dótið og hann búinn að fá vinnu, og með því hina bráðnauðsynlegu kennitölu munum við halda partý. Öllum lesendum verður boðið, en þá verða þeir líka að skrá sig í athugsemdasystemið... ;)

Annars er þetta í fréttum helst:
-Ég er alveg að skíta í buxurnar með þessa bókmenntaritgerð mína.. hún er farin að snúast um bókmenntalegt andóf og ég er hrædd um að hún verði of almenns eðlis, en ekki hin óskilgreinda snilld sem hún átti að verða..
-Ég var í myndatöku í tengslum við grein sem ég skrifaði í blað sem brátt kemur út...
-Á fimmtudaginn fer ég í ógurlegt söngpróf
-Það er eitthvað að mér í augunum

|

BÍLL TIL BOÐA?

Getur einhver lánað okkur bíl á morgun fyrir hádegi??

|

7.4.05

Verið velkomin á hina nýju og endurbættu síðu mína!

Verið dugleg að setja inn athugasemdir, og spurning dagsins er: Úr hvaða bíómynd eru nýju athugasemdaskiltin?
Já, vorið er komið inn í mitt hjarta, grasið í skóna og horið út á kinn!!
Ég held að augun mín séu líka orðin græn við þessa nýju síðu.
Best að fara að hlusta á Green Day.

|

6.4.05

Græna byltingin

Grænt! Haha!

|

Upplýsing

Ég get upplýst ykkur um það, að besta heita kakó hér í borg fæst ekki á Mokka eða öðrum tildurstöðum unga fólksins, eða þess heldra, heldur hreinlega á Bitanum á BSÍ. (Heitir það ekki annars bitinn?) Þar fékk ég síðastliðið mánudagskvöld heitt og gott kakó með fallegum rjómatoppi, afgreitt með brosi þótt klukkan væri að ganga eitt um nótt. Með þessu yljaði ég mér og beið eftir flugrútum tveim, en reyndar kom enginn sem ég þekkti með þeim. Það verður vonandi á morgun.
Ykkar Tinnúlía.

|

4.4.05

Rismælt ell (eða Vísa 2)

Ó.. keiki kraftlyftingamaður..
leyfðu mér að heyra..
(bara einu sinni enn!)
..þetta rismælta ell!

|

3.4.05

Vísa

Coke& Corny,
makes me horny.

|

Stund milli hugarstríða

Hvort skyldi vera algengara að fólk segi að kommenta eða kommentera?

Athygli vakti í gær mynd á baksíðu morgunblaðsins, þar sem æstir fréttamenn reyna að ná tali af óráðna fráfarandi fréttastjóranum, en Bergþór Pálsson stendur einhverra hluta við hægra hluta borðsins og lítur út fyrir að óska sér þess að standa þar eigi.

|

1.4.05

Það er svo gaman að vera til..

Í gær hélt ég matarboð. Það var voðalega skemmtilegt og góður matur.
Svo spiluðu gestirnir svo mikið á gítar og léku á alls oddi, enda vorum við öll orðin full klukkan 20:30. Svona er þetta. Reyndar svolítið leitt með Pavlovu-botninn, en hann var orðin meir í dag ;). Guðrún Dalía skildi ekkert í því af hverju ég hefði bakað hann svona lengi, en svona stóð þetta skrifað í uppskriftinni.
Annars er loksins runninn upp 1. apríl, sem þýðir payday á ensku. Ég get upplýst ykkur um það að föst útgjöld mín þennan mánuð., s.s. BARA reikningar nema krónum 46.287. Svona er nú gaman að vera til á Íslandi. Ég er alveg að springa af gleði sko. Ha. Spring spring.

|
1. APRÍL!

|