1.4.05

Það er svo gaman að vera til..

Í gær hélt ég matarboð. Það var voðalega skemmtilegt og góður matur.
Svo spiluðu gestirnir svo mikið á gítar og léku á alls oddi, enda vorum við öll orðin full klukkan 20:30. Svona er þetta. Reyndar svolítið leitt með Pavlovu-botninn, en hann var orðin meir í dag ;). Guðrún Dalía skildi ekkert í því af hverju ég hefði bakað hann svona lengi, en svona stóð þetta skrifað í uppskriftinni.
Annars er loksins runninn upp 1. apríl, sem þýðir payday á ensku. Ég get upplýst ykkur um það að föst útgjöld mín þennan mánuð., s.s. BARA reikningar nema krónum 46.287. Svona er nú gaman að vera til á Íslandi. Ég er alveg að springa af gleði sko. Ha. Spring spring.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home