Ja herna her. Mer lidur bara strax eins og eg hafi hreinlega alltaf buid her i Lauderdale, Minnesota! Solin skin a hverjum degi og kalt loftid er hressandi samanvid alhvita jord allt um kring. Amerikanarnir bunir ad skreyta husin sin og ibudirnar, og glampar gladlega a jolatren inn um gluggana. Tjodfaninn blaktir vid hun hvert sem litid er, reffilegur ad vanda, hann er abyggilega stoltur af ad vera bandariskur.
Allir eru almennilegir, “Hi, how are you? Did you find what you’ve been looking for?” segir afgreidslufolkid idulega, og spjallar um hvad madur hafi nu gert god kaup, og hvad tetta og hitt se nu snidugt og odyrt. Alveg makalaust. Eg geri serstaklega mikid af tvi ad tala ensku med bandariskum hreim, og finnst eg otrulega fyndin.
Eg er buin ad afreka talsvert a tessari taepu viku her i borg. Sem telur samt ekki meira en 3 milljonir er mer sagt. Skyjakljufarnir risa i hnapp nidri i Minneapolis, eg se ta ur fjarlaegd hedan fra Lauderdale, sem er uthverfi St. Paul. Teir standa tarna bisperrtir eins og vitar a skeri, eda unglingspiltar sem hafa tekid storan vaxtakipp um sumarid og passa ekki inn i bekkinn ad hausti.
Eg er buin ad fara a tonleika i Roseville elementary school, tar sem fram komu strengjasveit skolans, kor og sidast ludrasveit. Nemendur velja eitt af tessu skilst mer sem svona activity og systir min syngur i kornum. Stjornudu tessu 2 konur, hinar skoruglegustu. Korinn var svo ad fara i Field Trip daginn eftir, og eg fekk ad fara med sem sjalfbodalidi. Leidin la i leikhus, tar sem fram for einhver ogurleg leiksyning, sem mer fannst vera eitthvert sambland af Grimmsaevintyrunum. Leikmyndin var snidug og grimur notadar asamt leikbrudum sem gafu syningunni framandi og heillandi blae. Annars var leikurinn ekkert super, sogutradurinn slappur, tonlistin saemileg en bodskapurinn godur.
A eftir for supan oll a skyndibitastadi og bordadi hamborgara og is. Svei mer ta.
Eg fae ad aefa mig i einni af haskolabyggingunum, i storri kapellu! Tad er frabaert og mjog gaman. I kvold er islensk messa sem fadir minn hefur umsjon med, og a eftir verdur vidstoddum bodid i hangikjet her hja okkur.. aldeilis gaman. Mer hefur ordid ymislegt ljost um hina bandarisku tjod a tessum fau dogum. Tad er ahugavert ad kynnast, eda fa nasasyn af tjodarandanum. A tessu svaedi eru mikil nordurevropsk ahrif, Vesturislendingabyggdir, og annar hver madur ber eftirnafn eins og Olsen, Lindquist og svo framvegis. Tad rann upp fyrir mer, ad her getur madur i rauninni leitad uppruna sins, eins og a Islandi. Tad finnst mer merkilegt.
En nu tarf eg ad taka til i herberginu minu. Shalom.