6.12.03

Í morgun var bara íslenskur svali og frostid beit óvænt í kinnarnar á manni eins og tegar madur sjálfur bítur sjálfan sig vid ákaft át. Tad var frískandi fyrir hina árrisulu mig ad fá smá vind í fangid á leidinni í sundlaugina.
Ah.
Tessi íslenski vindur (hann kom örugglega frá Íslandi) gerdi bæinn einhvern veginn jólalegri og ekki spillir fyrir sólin, lág á lofti. Jólin nálgast. En tad verdur helst merkt á tví hér í bæ ad drengirnir tyrpast til hárgreidslumeistara (sem eru ófáir hér í Esbjerg) og koma tadan til baka sem nýútsprungin tískumódel, frídari sem aldrei fyrri. Ég hins vegar geng um med hárid óklippt oní augum og get ekki bedid eftir ad komast til Jólalands. En ég virdist vera ótrúlega upptekin tangad til, vid kórsöng, gítarspil og heimsóknir til tess ógrynnis ættingja sem ég á hér í Danmörku. Tegar madur er svona ,,í tóminu" eins og ég núna, hvorki í vinnu né skóla, reynir madur ad gera sem mest einhvernveginn, til ad líta ekki eins adgerdarlaus út. Hins vegar getur madur legid í leti undir tví yfirskini ad madur sé í námi. Tess vegna tel ég ad tad taki í rauninni mun meira á ad gera "ekkert", heldur en ad gera "eitthvad". Af tví madur er alltaf ad reyna ad gera eitthvad alltsvo. Mikid álag. En núna ætlum vid Ásta ad fá okkur rúnstykki og kaffe latte (sem nótabene er ófáanlegt í Danmörku!).

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home