(*Yfirskrift greinar sem ég ætla að skrifa og senda í Moggann)
Mamma vill að ég kaupi mér bíl og þykist vera búin að finna einn alveg geggjaðan á netinu fyrir "aðeins" (rétt upp hönd sem
veit hvað þetta orð þýðir!)250.000 þúsund. Ég svitna og skelf en íhuga það um leið.
Eftir að Jana kom til sögunnar og eiginlega líka eftir að við fluttum í Vesturbæinn hefur ýmislegt breyst, bæði vegalengdir og ferðatíðni. Nú fer ég t.d. 3 sinnum í viku upp í Tónó sem getur verið frekar flókið og mun lengra héðan en frá Hverfis. Stundum fer ég þangað beint úr Áskirkju. Reyndar gengur leið 14 flest það sem ég þarf að fara (Áskirkja, Tónó, Goðheimar), en drottinn minn, í svona færð er ógjörningur að fara ein með Urban Detour Zahara! Maður þarf að lyfta henni yfir stærstu skaflana.. Svo er það blessað ungbarnasundið tvisvar í viku, á Háaleitisbraut, og ég er ekki einu sinni búin að kanna hvernig hægt er að komast þangað í strætó, auk þess vil ég síður hafa hana lengi úti í vagni eftir sundið þegar þau eru kannski með vatn í eyrunum sínum, eins og kuldinn er búinn að vera.
Eins og endranær er mokað fyrir bílana en ekki hina gangandi vegfarendur og barnavagnanna þeirra. Ég vildi bara óska að hér í borg væru peningarnir frekar settir í almenningssamgöngur frekar en umferðarmannvirki á stærð við 101 til að litlu einkabílarnir komist leiðar sinnar. Pælið í því ef peningarnir sem fóru í nýju Hringbrautina hefðu til dæmis verið settir í strætó!!! Eða sporvagna? Af hverju eru ekki sporvagnar á Íslandi? Anyone?