30.9.05

Kötturinn sem gat ekki hætt að drekka kaffi



Mér finnst þessi mynd svo fyndin, en hún er á afmæliskorti sem ég fékk. Hún er lýsandi fyrir ástand margra eftir um það bil 20 kaffibolla.
Annars er ég að fara að sækja blessuð innleggin hjá Össuri og kó, en ég er ógeðslega pirruð út í þá, því þegar ég fór að sækja þau fyrir viku síðan var ekki búið að FRAMLEIÐA þau! Þannig að ég skipti ekki aftur við þá, takk fyrir.
Pirr númer tvö er að eigi hef ég fengið laun greidd enn. Fúlpyttur.
Hins vegar eru í dag liðin nákvæmlega 3 ár síðan ég hélt fyrst ein út í hinn stóra heim til vetursetu. Those were the days..

|

29.9.05

Morgunstemma

Hvernig geta sumir morgnar verið svona asskoti myglaðir og úrillir með tilheyrandi afleiðingum að himinn og jörð ætla að farast? Ég meina það.
Ég er farin að hugsa um hvað ég þurfi að gera fyrir jólin. Þið hugsið kannski, hún er nú eitthvað klikk, jólin eru eftir 3 mánuði og þrjár vikur. En þið vitið ekki að hjá mér líða þrír mánuðir jafnhratt og þrjár vikur. Og þrjár vikur þrír dagar. Ég veit, það getur verið sérlega erfitt að athafna sig í þessu undarlega tímakerfi mínu. Ég er meira að segja BYRJUÐ að kaupa jólagjafir! Nenni sko ekki að vera á síðasta snúning, þennan eina dag eftir að jólaprófin klárast þangað til við förum út. Ég hef uppgötvað að það er mjög þægilegt að kaupa jólagjafir "on the long run".. semsagt bara grípa það sem maður sér og finnst sniðugt.. En þetta er semsagt það sem þarf að gerast í mínu lífi á næstunni:
1) Kaupa flugmiða
2) Finna ómótstæðilega jólagjöf handa tengdamóður minni. Helst prjóna eitthvað
3) Finna flotta gjöf handa Victori.. reyndar með eitt í huga..
4) Klára að skrifa plott um Milljón Holur
5) Byrja og klára smásögu
6) Byrja og klára ljóðaverkefni (úff, þetta þyrfti helst að gerast í næstu viku)
7) LESA í ísl málsögu og þróun málvísinda. Ég er ekki farin að líta á þetta almennilega ennþá. Crap.
8) Klára Gyllta áttavitann.. já þetta þarf líka að gerast sem fyrst
9) Hóta upsetjara Mímis með vetnissprengju ef hann klárar ekki uppsetninguna fyrir 25. okt.
10) Læra að búa til vetnissprengju.

Ég neyðist til að fá mér kaffi og ristað brauð.

|

26.9.05

Atvik

Áðan sat svaka sætur strákur í tölvunni á móti mér.. híhíhí.. hann var að horfa á mig!

|

23.9.05

KLUKK!

Jæja. Var ég ekki nema klukkuð. Hver kom þessum leik eiginlega af stað?
Síðan í fyrradag hafa tveir klukkað mig, Rut og Snorri.

1. Ég var (og er) athyglissjúk langt fram á unglingsár. Ég söng löngum í plasthljóðnema sem mamma eða einhver gaf mér og mér finnst einhvern veginn að hafi verið keyptur í útlöndum. Þetta iðkaði ég gjarnan fyrir fram spegla. Þegar plasthljóðneminn gerði ekki lengur gagn eignaðist ég nýjan og flottari sem ég gat tengt við fermingargræjurnar mínar niðrí kjallara á prestssetrinu og stillt á karókí. Minnistætt er mér augnablik eitt, þegar ég var með Stone Free diskinn í botni, á náttslopp að meika það fyrir framan spegilinn, og Ísleifur Pálsson og Atli Freyr Sigvarðarson sem einhverra hluta vegna voru að vesenast með sláttuvél við húsið okkar, guðuðu á glugga í miðjum klíðum....
Ég var líka leikritaskáld og í hvert sinn er gesti bar að garði, einkum á mínum aldri, æstist ég upp í að hafa einhvers konar sýningu fyrir fullorðnafólkið. Leikrit, og einkum danssýningar voru afar vinsælar, sem og útvarpsleikritið sem við Rut gerðum saman...(það var þó aldrei flutt opinberlega!)
Í seinni tíð hefur þessi þörf brotist út í ýmsum myndum, t.a.m. að fara upp á svið með þekktri sígaunahljómsveit og dansa trylltan sólódans...(og fara svo jafnvel með hljómsveitinni út að borða o.sv.fr...)

2. Ég heillaðist af tékkneskri tungu þegar ég fór til Telc á píanónámskeið sumarið 2000. Ég hét sjálfri mér því að læra a.m.k. eitt slavneskt tungumál á ævinni. Árið 2002 fékk ég svo styrk til tékkneskunáms og fór til Prag tvisvar sinnum í þeim erindagjörðum. Það er eini draumur minn sem hefur ræst bókstaflega.. só far!

3. Ég sekk oft mjög djúpt í dagdrauma. Svo djúpt að ég heyri jafnvel ekki ef fólk ávarpar mig. "-Ha? (æi ég var sko að ímynda mér að ég væri að leika aðalhlutverkið í vinsælli sjónvarpsþáttaröð og var um það bil að fara að kyssa aðalleikarann)"

4. Ég á mjög erfitt með að fela það ef mér finnst einhver leiðinlegur eða nenni ekki að hlusta á viðkomandi. Getur verið vandræðalegt, og virkað jafnvel dónalegt. Hef þó komist upp á lag með ákveðna "best að þykjast vera að hlusta"-tækni sem samanstendur af endurteknum upphrópunum: "Nú? Ha? Nei! Jaaá.. Hvað?" Kemur sér einnig einstaklega vel sé maður í djúpum samræðum á máli sem maður kann ekki nema upp á 60%. Svona er nú gott að vera kamelljón!

5. Þegar ég er að taka til heima hjá mér finnst mér gott að stilla allt í botn, sérstaklega Pólónesku dansana hans Borodins. Þá er ég afskaplega svag fyrir miðausturlandatónlist og allri tónlist sem vekur frumstæða danslöngun.



Klukkaðir: Anna Lennon, Hrafnkell, Halla...

|

20.9.05

eymd

Eg held ad thad sje nu ekkert annad ad gera fyrir mig en ad fara ad sofa, med svoleidis bullandi hofudverk og tidatortjure.

|

19.9.05

Ritstjórastörfin

Jæja, ég var nú að hugsa um að hafa titilinn á bloggi þessu "Dyggðir ritstjórans". Þar sem ég er nú farin að titla mig ritstjóra helli ég mér upp á ábúðamikið kaffi og fæ símtöl frá háskólaprófessorum og tölvupósta frá útgefendum. Næsta vika mun snúast að miklu leyti um að koma Mími litla í heiminn, reyndar er hann nú orðinn gríðarstór, um 200 blaðsíður og hleypur í hringi. Ég er auðvitað ekki ein að tjasla honum saman, svannanna fríðust er ritstjóri ásamt mér. Aldrei var fríðara ritstýruteymi við lýði í heimi hér.

|

14.9.05

Ég er voðaleg.

|

13.9.05

Göngugreining

Fór í Össur í dag í göngugreiningu og greindist með ilsig og tásig, skakka og snúna hæla, hryggskekkju, skakka mjaðmagrind, og allt hvað eina. Var ráðlagt að fara til kírópraktors um hæl eða sjúkraþjálfara vegna misfellu í mjöðmum, sem gerir að verkum að annar fóturinn er 9 mm styttri en hinn.. fæ innlegg brátt og vonandi rísa þá limir mínir og líf með.

|

12.9.05

Góð ákvörðun

klukkan er 08 29 og mér er skapi næst að fara upp í tónó og tjútta.

|

11.9.05

(af hverju er ég að þessu?)

Your Sexy Brazilian Name is:

Talita de Roraima

|

Ástarperlan

Vildi bara benda ykkur á ástarperluna sem hún Þórunn frænka mín er að selja. Alveg dýrindis fallegar perlur og upplögð gjöf.. er annars þunn eftir Rejúnjonið mikla þar sem rifjaðar voru upp gamlar syndir og sumir játuðu meira að segja ást sína.... Góðar stundir.

|

8.9.05

Feng Shui

Tilkynni að ég hef gerst sérlegur áhugamaður um feng shui og er núna að spila tónlist hátt eins og gjöra skal einu sinni í viku til að reka út illa anda.
Er að öðru leyti nærri búin með milljón holur Louis Sachers.
Góða nótt.

|

Mér um og ó



Eins og allt var nú krökt af óléttum konum mætti mér í dag hópur af nunnum og prestur með þeim, og auk þess einn munkur, allt við Aðalbyggingu HÍ. Hvað er að gerast?

|

5.9.05

Spooky



Ég get svo svarið það að allar stelpurnar í skólanum voru kasóléttar í dag. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Svo voru þar annars mest megnis ómálga busar sem spurðu þrisvar sinnum um það sem stóð á kennsluáætlun. JAH var hins vegar hress og byrjaði strax að kenna þangað til svitablettirnir undir höndunum voru orðnir þurrir. Næst á dagskrá: meðleikstími og að kaupa sér tryggingapakka.
p.s. Victor fékk stöðuhækkun í vinnunni!

|

VIGIL 2 Active Calls Screen


Fyrsti skóladagurinn. Ætla að mæta kl 11 í kúrs sem ég er reyndar ekki búin að skrá mig í, en hyggst taka. Klukkan er núna 6:28. Mín bara vöknuð? Reyndar búin að vera vakandi í alla nótt...
Málfræðigetraun mín sýndi að meirihlutinn hafði tilhneigingu til að nota nf. "ég" með sögninni hlakka til, eða 63%. Næsteftstir voru þeir (eða þær) sem kusu að nota ef. kvk. et með sögninni, þ.e. "mín". Þær hljóta að hafa verið að gantast. Eitt athvæði hlutu þolfall og þágufall, þ.e. "mig" og "mér" en vitaskuld er það út í hött.

|

4.9.05

Brjóst

Your Boobies' Names Are: Twin Peaks



|

2.9.05

Munnangur angrar í
munni mun það lengi
versna vesaldómi
verður aldrei haggað
mínum. Oteygur fleygi
eygi birtu smáa
dags við brúns boga
beranda fláka
morgundagsins ramma
andremmu stemmu.

|

1.9.05

Tiltekt

Jæja bloggarar nær og fjær.
Ég tók til í hlekkjunum mínum, tók út alla uppgjafabloggara, því ég er sjálf hundþreytt á að vafra um blogg sem enginn skrifar neitt á. Í staðinn færði ég inn nokkrar frómar stúlkur út Tónó (sorrí Guðný, þú ert í Listaháskólanum), og einn strák líka, en þar fer afbragðsbloggari sem mun gera lífið skemmtilegra!
Svo endurflokkaði ég nokkra gamla hlekki og raðaði í röð eftir vinsældum. Já krakkar mínir, hér eru engar málamiðlanir eins og stafrófsraðir eða því um líkt. Því skemmtilegri blogg, því ofarlegar á listanum! Nema auðvitað Gestaláturnar, þær eru efstar því þær eru frægar.

|