Jæja. Var ég ekki nema klukkuð. Hver kom þessum leik eiginlega af stað?
Síðan í fyrradag hafa tveir klukkað mig, Rut og Snorri.
1. Ég var (og er) athyglissjúk langt fram á unglingsár. Ég söng löngum í plasthljóðnema sem mamma eða einhver gaf mér og mér finnst einhvern veginn að hafi verið keyptur í útlöndum. Þetta iðkaði ég gjarnan fyrir fram spegla. Þegar plasthljóðneminn gerði ekki lengur gagn eignaðist ég nýjan og flottari sem ég gat tengt við fermingargræjurnar mínar niðrí kjallara á prestssetrinu og stillt á karókí. Minnistætt er mér augnablik eitt, þegar ég var með Stone Free diskinn í botni, á náttslopp að meika það fyrir framan spegilinn, og Ísleifur Pálsson og Atli Freyr Sigvarðarson sem einhverra hluta vegna voru að vesenast með sláttuvél við húsið okkar, guðuðu á glugga í miðjum klíðum....
Ég var líka leikritaskáld og í hvert sinn er gesti bar að garði, einkum á mínum aldri, æstist ég upp í að hafa einhvers konar sýningu fyrir fullorðnafólkið. Leikrit, og einkum danssýningar voru afar vinsælar, sem og útvarpsleikritið sem við Rut gerðum saman...(það var þó aldrei flutt opinberlega!)
Í seinni tíð hefur þessi þörf brotist út í ýmsum myndum, t.a.m. að fara upp á svið með
þekktri sígaunahljómsveit og dansa trylltan sólódans...(og fara svo jafnvel með hljómsveitinni út að borða o.sv.fr...)
2. Ég heillaðist af tékkneskri tungu þegar ég fór til Telc á píanónámskeið sumarið 2000. Ég hét sjálfri mér því að læra a.m.k. eitt slavneskt tungumál á ævinni. Árið 2002 fékk ég svo styrk til tékkneskunáms og fór til Prag tvisvar sinnum í þeim erindagjörðum. Það er eini draumur minn sem hefur ræst bókstaflega.. só far!
3. Ég sekk oft mjög djúpt í dagdrauma. Svo djúpt að ég heyri jafnvel ekki ef fólk ávarpar mig. "-Ha? (æi ég var sko að ímynda mér að ég væri að leika aðalhlutverkið í vinsælli sjónvarpsþáttaröð og var um það bil að fara að kyssa aðalleikarann)"
4. Ég á mjög erfitt með að fela það ef mér finnst einhver leiðinlegur eða nenni ekki að hlusta á viðkomandi. Getur verið vandræðalegt, og virkað jafnvel dónalegt. Hef þó komist upp á lag með ákveðna "best að þykjast vera að hlusta"-tækni sem samanstendur af endurteknum upphrópunum: "Nú? Ha? Nei! Jaaá.. Hvað?" Kemur sér einnig einstaklega vel sé maður í djúpum samræðum á máli sem maður kann ekki nema upp á 60%. Svona er nú gott að vera kamelljón!
5. Þegar ég er að taka til heima hjá mér finnst mér gott að stilla allt í botn, sérstaklega Pólónesku dansana hans Borodins. Þá er ég afskaplega svag fyrir miðausturlandatónlist og allri tónlist sem vekur frumstæða danslöngun.
Klukkaðir:
Anna Lennon,
Hrafnkell,
Halla...