Morgunstemma
Hvernig geta sumir morgnar verið svona asskoti myglaðir og úrillir með tilheyrandi afleiðingum að himinn og jörð ætla að farast? Ég meina það.
Ég er farin að hugsa um hvað ég þurfi að gera fyrir jólin. Þið hugsið kannski, hún er nú eitthvað klikk, jólin eru eftir 3 mánuði og þrjár vikur. En þið vitið ekki að hjá mér líða þrír mánuðir jafnhratt og þrjár vikur. Og þrjár vikur þrír dagar. Ég veit, það getur verið sérlega erfitt að athafna sig í þessu undarlega tímakerfi mínu. Ég er meira að segja BYRJUÐ að kaupa jólagjafir! Nenni sko ekki að vera á síðasta snúning, þennan eina dag eftir að jólaprófin klárast þangað til við förum út. Ég hef uppgötvað að það er mjög þægilegt að kaupa jólagjafir "on the long run".. semsagt bara grípa það sem maður sér og finnst sniðugt.. En þetta er semsagt það sem þarf að gerast í mínu lífi á næstunni:
1) Kaupa flugmiða
2) Finna ómótstæðilega jólagjöf handa tengdamóður minni. Helst prjóna eitthvað
3) Finna flotta gjöf handa Victori.. reyndar með eitt í huga..
4) Klára að skrifa plott um Milljón Holur
5) Byrja og klára smásögu
6) Byrja og klára ljóðaverkefni (úff, þetta þyrfti helst að gerast í næstu viku)
7) LESA í ísl málsögu og þróun málvísinda. Ég er ekki farin að líta á þetta almennilega ennþá. Crap.
8) Klára Gyllta áttavitann.. já þetta þarf líka að gerast sem fyrst
9) Hóta upsetjara Mímis með vetnissprengju ef hann klárar ekki uppsetninguna fyrir 25. okt.
10) Læra að búa til vetnissprengju.
Ég neyðist til að fá mér kaffi og ristað brauð.
Ég er farin að hugsa um hvað ég þurfi að gera fyrir jólin. Þið hugsið kannski, hún er nú eitthvað klikk, jólin eru eftir 3 mánuði og þrjár vikur. En þið vitið ekki að hjá mér líða þrír mánuðir jafnhratt og þrjár vikur. Og þrjár vikur þrír dagar. Ég veit, það getur verið sérlega erfitt að athafna sig í þessu undarlega tímakerfi mínu. Ég er meira að segja BYRJUÐ að kaupa jólagjafir! Nenni sko ekki að vera á síðasta snúning, þennan eina dag eftir að jólaprófin klárast þangað til við förum út. Ég hef uppgötvað að það er mjög þægilegt að kaupa jólagjafir "on the long run".. semsagt bara grípa það sem maður sér og finnst sniðugt.. En þetta er semsagt það sem þarf að gerast í mínu lífi á næstunni:
1) Kaupa flugmiða
2) Finna ómótstæðilega jólagjöf handa tengdamóður minni. Helst prjóna eitthvað
3) Finna flotta gjöf handa Victori.. reyndar með eitt í huga..
4) Klára að skrifa plott um Milljón Holur
5) Byrja og klára smásögu
6) Byrja og klára ljóðaverkefni (úff, þetta þyrfti helst að gerast í næstu viku)
7) LESA í ísl málsögu og þróun málvísinda. Ég er ekki farin að líta á þetta almennilega ennþá. Crap.
8) Klára Gyllta áttavitann.. já þetta þarf líka að gerast sem fyrst
9) Hóta upsetjara Mímis með vetnissprengju ef hann klárar ekki uppsetninguna fyrir 25. okt.
10) Læra að búa til vetnissprengju.
Ég neyðist til að fá mér kaffi og ristað brauð.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home