28.7.05

VÍGSLUTÓNLEIKAR


Vígslutónleikar
Safnaðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8, Hellu, þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 20.

Tinna Sigurdardóttir sópran og píanó
Barbora Sejáková píanó



1. Íslensk þjóðlög
Krummi krunkar úti
Barnagælur
Hættu ad gráta, hringaná
Bí bí og blaka

2. Jan Ladislav Dusík: Sonata í As dur op. 70 Le retour a Paris
Endurkoman til Parísar 4. þáttur

3. Bohuslav Martinu: Písnicky na jednu stránku (Söngvar á einni síðu)
Rosicka Döggin
Otevrení sloveckem Opnað með orði
Cesta k milé Leiðin til elskunnar
Chodnícek Stígurinn
U mamenky Hjá mömmu
Sen Panny Marie Draumur Maríu meyjar
Rozmarín Rósmarín

4. Leos Janácek: Sonata Z ulice 1. X. 1905 (Frá strætinu)
Predtucha Fyrirboði
Smrt Dauði

5. Jórunn Viðar: Glugginn
Við Kínafljót

6. Bohuslav Martinu: Prelúdía fyrir píanó
Capriccio
Largo
Etuda
Fox-trot

7. Klement Slavický: Suita pro klavír na ctyri ruce Svíta fyrir fjórhent píanó
Smutná ukolébavka Sorlegt vögguljóð
Zbojnický tanec Þjófadansinn

Aðgangseyrir er kr. 1000, kr. 500 fyrir námsmenn og rennur óskiptur í hljóðfærasjóð safnaðarheimilisins.

 Posted by Picasa

|

22.7.05

Nektarströnd Reykjavíkur 2005



Undir morgun text mér alltaf að hrista af mér syfjuna áleitnu sem sligar mann á næturvöktum. Þá get ég í rólegheitum rifjað upp ævintýri gærdagsins, þegar ég skellti mér á best geymdu nektarströnd Íslands, lagðist fyrir berössuð og smurði á mig rándýrri sólarolíu frá L'Occitaine með góðri verkan eins og læknirinn myndi segja. Þarna lá ég góða stund með góða bók í hendi innan um aðrar berrassaðar fraukur bæjarins sem mösuðu um hnetuofnæmi og óæskilega hegðun karlmanna á djamminu. Yfir oss dundi við mávahlátur mikill, ég hélt um stund að þeir ætluðu allir sem einn að steypa sér yfir oss og eta oss með húð og (skapa)hári. Þegar Hallgrímskirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja forðaði ég mér hins vegar heim og fannst mér ég hafa verið staðin að verki ósiðlegs athæfis. Nú em ek gullinbrú.

|

20.7.05

Fegurð lífsins





Ég held að ekkert í heiminum sé jafnfallegt og avókadó. Helst myndi ég vilja baða mig upp úr guacamole á hverjum degi.

|

14.7.05

Sumar

Jaea, kom ekki nema sumar i einn dag! Thad var otrulegt fjor i vinnunni, grillad a ollum haedum og gamla folkid thraeldi i sig pulsum med sinnepi og karoflusalati og fekk ser koka kola med upp a gamla modinn. Solin skein svo heitt og hatt ad haett var vid akut dehydrerun, en solarvorn, solgleraugu og derhufu vornudu thvi. *afsakid alla thessa utlensku stafi, eg er i victors tolvu* Eftir vinnu hjoladi eg i sund, og synti og let solina skina a mig. Hitti i sundi hana Fridu gomlu pjotlu sem er blakdrottning mikil og laerir arkitektur i Savannah, Georgia. Gaman var thad. I gaer hjoladi eg upp i Mos med Victori og vid tokum upp a thad rad ad haekka hnakkinn minn, og var thad gott. Nu er eg ekki lengur med gigt i hnjanum. Thad var gaman ad hjola thessa leid og vorum vid um klukkutima til baka. A leidinni uppeftir viltumst vid orlitid i Gufunesinu og forum nokkra hringi kringum Sorpu. En thad var bara fjor. Nu er eg ad elda tvo retti. A morgun verdur mega motion family camping i Husafelli. Thegar madur er vegitarian er erfitt ad grilla, svo min er bara med kveikt a badum hellum. I hyperventileringarpottinum er baunarettur af karabiskum uppruna, en i hinum pottinum er graenmeti komid fram yfir sidasta soludag ur isskapnum i raudvinssodi. Thad mun etid verda med hrisgrjonum. Svo er eg lika buin ad hnoda deig i bollur. Ja bornin god, thad verdur ekki af mer skafid. Matarlus thessa mun eg svo i aska lata, en nokkra nutima aska keypti eg i Ikea um daginn. Thad var god hugmynd, thott unnusti minn vaeri sidur en svo sammala mer um notagildid...

2. agust verda megatonleikar a Hellu, thar sem Barbora Sejakova leikur a piano og TS kemur einnig fram af gomlum vana! Takid kvoldid fra!

Fleira er svei mer ekki i frettum ad sinni.

|

13.7.05


Tinna og Steinunn � s��ustu stundu fyrir t�nleikana 23. j�n�� 2005 :) Posted by Picasa

|

9.7.05

Prjón

Ég er komin með krónískan hiksta sem bendir bakflæðis og stresss í meltingarfærum. Æ. Er byrjuð á ungbarnateppi, Reginu ítalskt garn og prjónar númer 5,5. Þreif eins og ég ætti lífið að leysa í morgun, fór svo í Bónus OG bakaði brauð og bjó til Hómós. Sem var reyndar svo þurr að ég verð að nota hann í pottsteik. Góðar stundir.

|