22.7.05

Nektarströnd Reykjavíkur 2005



Undir morgun text mér alltaf að hrista af mér syfjuna áleitnu sem sligar mann á næturvöktum. Þá get ég í rólegheitum rifjað upp ævintýri gærdagsins, þegar ég skellti mér á best geymdu nektarströnd Íslands, lagðist fyrir berössuð og smurði á mig rándýrri sólarolíu frá L'Occitaine með góðri verkan eins og læknirinn myndi segja. Þarna lá ég góða stund með góða bók í hendi innan um aðrar berrassaðar fraukur bæjarins sem mösuðu um hnetuofnæmi og óæskilega hegðun karlmanna á djamminu. Yfir oss dundi við mávahlátur mikill, ég hélt um stund að þeir ætluðu allir sem einn að steypa sér yfir oss og eta oss með húð og (skapa)hári. Þegar Hallgrímskirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja forðaði ég mér hins vegar heim og fannst mér ég hafa verið staðin að verki ósiðlegs athæfis. Nú em ek gullinbrú.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home