1: Harðspjalda eða kilja, og hvers vegna?
Kilja, fer betur í hendi og hentar einnig betur samhliða annarri iðju, t.d. klósettferð eða brjóstagjöf..
2: Ef ég ætti bókabúð, myndi ég kalla hana…
Ég sæki innblástur í núið og myndi kalla búðina Epli og mandarínur. (eða öfugt)
3: Uppáhalds frasinn minn úr bók (nefnið titilinn einnig)
"Góður dagur til að heimsækja vin sinn, ljónið".
Dagur í lífi Elmars.4: Höfundurinn (lifandi eða dauður) sem ég vildi helst borða hádegismat með…
T.d. Margaret Atwood eða Gabríel García Marquez. Eða Bill Holm, ja reyndar hef ég þegar etið með honum.
5: Ef ég væri að fara á eyðieyju og mætti bara taka með mér eina bók...
Lærið að prjóna.
6: Það væri frábært ef einhver fyndi upp svona bókatæki sem myndi…
Hjálpa mér að muna hvað ég hef lesið.
7: Lyktin af gamalli bók minnir mig á…
Ömmu og afa.
8: Ef ég gæti verið aðalhetjan í bók (nefnið titilinn) væri ég…
Hm, Lína Langsokkur? Já eða Múmínmamma.
9: Ofmetnasta bók allra tíma er…
10 litlir negrastrákar, og auðvitað heilmargt annað.
10: Ég þoli ekki þegar bækur…
Eru illa skrifaðar eða þýddar. Lofa öllu fögru eða tala af sér á bókarkápu. Já eða þegar bókarkapan er hryllingur.