16.12.07

Social Status

Það hefur enginn hringt í mig í allan dag nema mamma.

|

13.12.07

Vanræksla?

Dóttir mín hleypur um á samfellunni einni saman milli herbergja og annaðveifið tekur hún the Folk Song Sight Singing Series nr. VIII og syngur við raust. Hm. Mig minnir að það sé tvíradda.

|

12.12.07

Jólabrjálæði

Jólin í ár eru í boði Visa Island.

Búin að kaupa allar gjafir svo til.
Komin með flensuhroll. Og skuldakvíða. Svona er að vera ungur og eignamikill á Íslandi.

|

11.12.07

Batnandi manni er best að lifa.

Allir ættu að hafa þetta hugfast.

Þeir sem misstu af mínum glæsilegu tónleikum geta fengið sýnishorn af þeim í kveld í Dómkirkjunni kl. 20.

|

7.12.07

Bókakjarni


1: Harðspjalda eða kilja, og hvers vegna?

Kilja, fer betur í hendi og hentar einnig betur samhliða annarri iðju, t.d. klósettferð eða brjóstagjöf..

2: Ef ég ætti bókabúð, myndi ég kalla hana…

Ég sæki innblástur í núið og myndi kalla búðina Epli og mandarínur. (eða öfugt)

3: Uppáhalds frasinn minn úr bók (nefnið titilinn einnig)

"Góður dagur til að heimsækja vin sinn, ljónið". Dagur í lífi Elmars.

4: Höfundurinn (lifandi eða dauður) sem ég vildi helst borða hádegismat með…

T.d. Margaret Atwood eða Gabríel García Marquez. Eða Bill Holm, ja reyndar hef ég þegar etið með honum.

5: Ef ég væri að fara á eyðieyju og mætti bara taka með mér eina bók...

Lærið að prjóna.

6: Það væri frábært ef einhver fyndi upp svona bókatæki sem myndi…

Hjálpa mér að muna hvað ég hef lesið.

7: Lyktin af gamalli bók minnir mig á…

Ömmu og afa.

8: Ef ég gæti verið aðalhetjan í bók (nefnið titilinn) væri ég…

Hm, Lína Langsokkur? Já eða Múmínmamma.

9: Ofmetnasta bók allra tíma er…

10 litlir negrastrákar, og auðvitað heilmargt annað.

10: Ég þoli ekki þegar bækur…

Eru illa skrifaðar eða þýddar. Lofa öllu fögru eða tala af sér á bókarkápu. Já eða þegar bókarkapan er hryllingur.

|

4.12.07

Tónleikarnir:

Söngkonan fríða og fróma
fallega þótti mér hljóma.
Foreldrum sínum til sóma
enda sýndist mér dómarinn ljóma.


Ort af Guðmundi Guðlaugssyni en hann sat einmitt við hliðina á Signýju Sæmundsdóttur.

Jájájájá, nú er það bara Höfði á laugardaginn....

|