29.8.07

Ég ætla að baka vöfflur handa mömmu.

|

27.8.07

Síamstvíburar

Að gamni mínu sló ég inn leitarorðið "siamese twins" á google, og komst að því að þeir eru líka kallaðir "conjoined twins".. margar mjög óhugnalegar myndir birtust, en líka margar fallegar. Margir aðskildir með árangurslíkum hætti, en stundum verður annar síamstvíburinn eins og sníkill, vex ekki og verður eins og hálfgert æxli. Frekar fríkað. Svo virðast vera á lífi síamstvíburastelpur sem eru með tvo búka en bara tvo fætur. Margt er skrýtið í henni veröld.

|

13.8.07

ÓMG

Er þetta það ósmekklegasta sem til er?

|

10.8.07

Haha

Þá er að koma helgi og rigningin var svo góð.
Eftir 10 daga á ég afmæli og langar mig af því tilefni að láta nokkra drauma rætast; t.d. fara í klippingu og andlitsbað og heitsteinanudd og nálastungur og helst hitta miðil og spákonu, en þessa dagana er ég óvenju lítið jarðtengd og leita öryggis í nýhílskum spíritisma. Á eftir ætla ég svo á Sorpu með drasl og með flíkur í hreinsun og líka í Krónuna. Það verður örugglega hræðilegt á föstudagseftirmiðdegi. En bráðum byrjar skólinn og mikið hlakka ég til. Hver veit nema ég verði vitrari eftir veturinn. Brátt líkur þessu ógeðslega sumarvinnusumri og ég get svifið á vængjum andans inn í hið akademíska líf, en þar kann ég vel við mig. Hver dagur verður skipulagður af mikilli nákvæmni svo tími gefist til náms, listiðkunar, BA-skrifa, tímasóknar, heimilisstarfa, sjálfsumhyggju og barnauppeldis.


|

3.8.07

Hugs

Ég er að baka pizzu og það kemur svo unaðsleg lykt út úr eldhúsinu.
Já svei mér þá, ég er nú bara alveg ágæt.

|

2.8.07

Heimsókn hjá Sigrúnu og SK







|