Þá er að koma helgi og rigningin var svo góð.
Eftir 10 daga á ég afmæli og langar mig af því tilefni að láta nokkra drauma rætast; t.d. fara í klippingu og andlitsbað og heitsteinanudd og nálastungur og helst hitta miðil og spákonu, en þessa dagana er ég óvenju lítið jarðtengd og leita öryggis í nýhílskum spíritisma. Á eftir ætla ég svo á Sorpu með drasl og með flíkur í hreinsun og líka í Krónuna. Það verður örugglega hræðilegt á föstudagseftirmiðdegi. En bráðum byrjar skólinn og mikið hlakka ég til. Hver veit nema ég verði vitrari eftir veturinn. Brátt líkur þessu ógeðslega sumarvinnusumri og ég get svifið á vængjum andans inn í hið akademíska líf, en þar kann ég vel við mig. Hver dagur verður skipulagður af mikilli nákvæmni svo tími gefist til náms, listiðkunar, BA-skrifa, tímasóknar, heimilisstarfa, sjálfsumhyggju og barnauppeldis.