Nescafé
Ah.
Gott er að vera til á vorin.
Þrátt fyrir alla hina illu ára sem hafa umkringt mig og áru mína undanfarið, skal þá með illu eða góðu burt reka, og hefur fyrsta skrefið verið tekið í þeim efnum með góðum árangri!
Það er líka mikið til af góðu fólki í þessum heimi, til dæmis hún Hildur föðursystir mín, sem sá ástæðu til að gefa mér andlitsbað á MECCA SPA á Hótel Sögu vegna góðrar frammistöðu minnar í hinni frábæru óperu Mærþöll. Það var alveg sérstaklega notalegt, ég lá á bekk umvafin stóru laki og ung stúlka skrúbbaði allan skít úr svitaholum og nuddaði svo á mér andlit og axlir í samtals 90 mínútur. Eftir þetta borgaði ég stórfé fyrir gelluklippingu á Hársögu, næstu dyr við. Þegar þetta trít hafði um garð gengið fór ég og söng á tónleikum og fékk mér ís um kvöldið, á meðan ektamaðurinn sparslaði og málaði heima fyrir.
Ég sé samt soldið eftir að hafa ekki farið í lögfræði.
Gott er að vera til á vorin.
Þrátt fyrir alla hina illu ára sem hafa umkringt mig og áru mína undanfarið, skal þá með illu eða góðu burt reka, og hefur fyrsta skrefið verið tekið í þeim efnum með góðum árangri!
Það er líka mikið til af góðu fólki í þessum heimi, til dæmis hún Hildur föðursystir mín, sem sá ástæðu til að gefa mér andlitsbað á MECCA SPA á Hótel Sögu vegna góðrar frammistöðu minnar í hinni frábæru óperu Mærþöll. Það var alveg sérstaklega notalegt, ég lá á bekk umvafin stóru laki og ung stúlka skrúbbaði allan skít úr svitaholum og nuddaði svo á mér andlit og axlir í samtals 90 mínútur. Eftir þetta borgaði ég stórfé fyrir gelluklippingu á Hársögu, næstu dyr við. Þegar þetta trít hafði um garð gengið fór ég og söng á tónleikum og fékk mér ís um kvöldið, á meðan ektamaðurinn sparslaði og málaði heima fyrir.
Ég sé samt soldið eftir að hafa ekki farið í lögfræði.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home