5.5.06

Aldrei kemur bloggþörfin jafnsterkt upp og þegar síst er nauðsyn. T.d. núna, þegar munnlegt próf vofir yfir eftir nokkra klukkutíma. Ég er reyndar að hugsa um að reyna að fría mig undan þessu prófi og reyna að taka það á mánudaginn, sé þess nokkur vesæll kostur, vegna þess að lífið mitt snýst um ógeðslega leiðinlega fullorðinslega hluti þessa dagana sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér (og bið þá sem hafa pata af þeim að halda því einnig fyrir sig). Þessir hlutir hafa gjörsamlega sogið sig fasta við heilann á mér og ég á í mestu vandræðum með að gera nokkurn skapaðan hlut nema að hugsa um þá. Svoleiðis að ég er komin með magasár og króníska ógleði. Jesús minn, ég vildi að ég hefði aldrei orðið fullorðin.

*Læt mig dreyma um líf á annarri plánetu þar sem bankar og fasteignasalar eru ekki till.*

Ætla hins vegar að fara í námseinangrun upp í Mosfellsbæ um helgina - tel það eina vænlega kostinn í stöðunni.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home