8.4.06

Mærþöll


Ný íslensk ópera

Æfingar eru hafnar á óperunni Mærþöll í flutningi nemanda úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Höfundur tónlistar og texta er Þórunn Guðmundsdóttir, kennari við skólann, en hún hefur getið sér gott orð fyrir skrif sýn fyrir leikfélagið Hugleik. Meðal verka hennar eru leikritið Kleinur og söngleikurinn Kolrassa. Mærþöll byggir á gömlu íslensku ævintýri með prinsi, álfkonum og álögum. Aðal persónan er hertogadóttir sem grætur gulli í tára stað en það færir henni ekki endilega gæfu. Þátttakendur eru ellefu söngvarar og nítján manna hljómsveit, allt nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Leikstjóri er Hrefna Friðriksdóttir, söngstjóri Þórunn Guðmundsdóttir og stjórnandi hljómsveitar Kjartan Óskarsson.

Sýningar á Mærþöll verða einungis tvær, laugard. 22. apríl og sunnud. 23. apríl kl. 20:00 í Íslensku óperunni.
Áhugasamir eru hvattir til að panta miða sem fyrst. Hægt er að panta miða hjá Þátttakendum í sýningunni, með því að senda tölvupóst á netfangið drtota@ismennt.is og hjá Íslenskunni óperunni frá og með 18. apríl í síma 511-4200 eða á opera.is.
 Posted by Picasa

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home