Fröken Flensa
Jæja, það hlaut að koma að því.
Eins mikið heljarmenni og ég er að hreysti og gjörvigleika öllum, þá hef ég nú lent í klóm FLENSUNNAR í fyrsta sinn í áraraðir. Byrjaði hún að krauma í mínum gullbarka á sunnudagskvöldið. Á mánudagsmorgun var ég þó enn með réttu ráði og staulaðist fram úr og klæddi mig og keypti tölvu úr tölvuverinu í Odda. Svo kom ég heim og var þá af mér dregið. Ég reyndi að elda og skúra á milli þess sem ég fleygði mér máttlítil inn í rúm. Að lokum kom að því að ég lá einungis, með ógleði í maga og beinverki um allan líkama. Ég fór í bað, og kastaði upp (þó ekki í baðkarið..). Þá fór unnusti minn og keypti hitamæli og reyndist ég vera með 37.9 stiga hita. Eftir það lá ég bakk og lá við gráti af vanlíðan og sjálfsvorkunn. Tobba kom með paratabs handa mér og skánaði þá heldur líðanin. Leið svo og beið þangað til foreldrar mínir áttu leið um og tóku mig með sér í sveitina, enda ekkert vit að hafa mig eina og yfirgefna í tómri íbúð eins og ég er "blessunarlega á mig komin". Í gær byrjaði ég svo að gelta ('hósta'), þangað til að lá við rifbeinsbrotum og fórum við þá ásamt móður minni akandi til læknis sem skrifaði upp á sýklalyf. Hóstinn var alveg að gera út af við mig í gær og allt heimilisfólkið, þar sem pirringur minn bitnaði óspart á þeim.. Í morgun fór ég svo til Reykavíkur að skrifa undir afsalið af Hringbraut, svo nú erum við naglfastir eigendur íbúðar þeirrar. Ég fór líka í mæðraskoðun og barnið sparkar og snýr rétt og allt getur farið að gerast, þótt enn séu um 6 vikur í settan dag. Ljósmóðirin sagði að ég gæti orðið lengi að jafna mig á kvefinu því berkjurnar eru svo sveigjanlegar á meðgöngu vegna hormónabreytinga. Meira hvað allt þarf að verða eftirgefanlegt á þessari meðgöngu. Æðarnar og allt innaní manni bara verður eins og bráðið smér. Fór svo aftur heim í sveitina til foreldranna að láta hjúkra mér, því mér er ekki alveg batnað. Já vinir mínir, nú getur það bara farið upp á við!
Best að horfa á fyrstu skrefin.
Eins mikið heljarmenni og ég er að hreysti og gjörvigleika öllum, þá hef ég nú lent í klóm FLENSUNNAR í fyrsta sinn í áraraðir. Byrjaði hún að krauma í mínum gullbarka á sunnudagskvöldið. Á mánudagsmorgun var ég þó enn með réttu ráði og staulaðist fram úr og klæddi mig og keypti tölvu úr tölvuverinu í Odda. Svo kom ég heim og var þá af mér dregið. Ég reyndi að elda og skúra á milli þess sem ég fleygði mér máttlítil inn í rúm. Að lokum kom að því að ég lá einungis, með ógleði í maga og beinverki um allan líkama. Ég fór í bað, og kastaði upp (þó ekki í baðkarið..). Þá fór unnusti minn og keypti hitamæli og reyndist ég vera með 37.9 stiga hita. Eftir það lá ég bakk og lá við gráti af vanlíðan og sjálfsvorkunn. Tobba kom með paratabs handa mér og skánaði þá heldur líðanin. Leið svo og beið þangað til foreldrar mínir áttu leið um og tóku mig með sér í sveitina, enda ekkert vit að hafa mig eina og yfirgefna í tómri íbúð eins og ég er "blessunarlega á mig komin". Í gær byrjaði ég svo að gelta ('hósta'), þangað til að lá við rifbeinsbrotum og fórum við þá ásamt móður minni akandi til læknis sem skrifaði upp á sýklalyf. Hóstinn var alveg að gera út af við mig í gær og allt heimilisfólkið, þar sem pirringur minn bitnaði óspart á þeim.. Í morgun fór ég svo til Reykavíkur að skrifa undir afsalið af Hringbraut, svo nú erum við naglfastir eigendur íbúðar þeirrar. Ég fór líka í mæðraskoðun og barnið sparkar og snýr rétt og allt getur farið að gerast, þótt enn séu um 6 vikur í settan dag. Ljósmóðirin sagði að ég gæti orðið lengi að jafna mig á kvefinu því berkjurnar eru svo sveigjanlegar á meðgöngu vegna hormónabreytinga. Meira hvað allt þarf að verða eftirgefanlegt á þessari meðgöngu. Æðarnar og allt innaní manni bara verður eins og bráðið smér. Fór svo aftur heim í sveitina til foreldranna að láta hjúkra mér, því mér er ekki alveg batnað. Já vinir mínir, nú getur það bara farið upp á við!
Best að horfa á fyrstu skrefin.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home