17.10.05

Hangs (Vwati-la)

Eins og íslenskan er nú fallegt mál er alveg með eindæmum óspennandi að lesa um samfall lykkju e-sins og e-s, eða á og ó, hvað þá öfugan rithátt ei (ie). Nei, ég hefði meiri skemmtun af að rannsaka uppbyggingu kreóleraðra pidgin-mála, en ég held að öll kreól-mál séu það einmitt. Í kreólskunni sem töluð er í karabíska hafinu er greininum skeytt fyrir aftan orðið. "Vwati-la" þýðir semsagt á frönsku "la voiture" á Guadeloupe og Norður-Dominique, en er "loto-a" á Haítí, Suður-Dominique, Martinique, St-Lucie og Grenadine. Setningafræðin virðist líka vera afar flókin, þar sem morfemum eða þessum greini er skeytt sí og æ þarna eitthvert aftaní, að því er mér virðist við fyrsta lestur þessarar ágætu bókar "Grammaire Créole" eftir Jean Bernabé og er gjöf frá tengdamóður minni. Dæmi:
Eti pyébwa-a (greinirinn góði) ki té douvan kay Pyé a?
og á frönsku: Oú est l'arbre qui était devant la maison de Pierre?
=Hvar er tréð sem var fyrir framan húsið hans Pierre?
Fyrra a-ið vísar til trésins, l'arbre, pyébwa-a og er einhvers greinir eða jafnvel ábendingarfornafn... en í seinna skiptið skilst mér af lestrinum að það sé hálfbendings eignarfornafn, hans Pierres...

Já, þessa list langar mig að tileinka mér áður en við förum út, 22. desember.. vívívívíví! En því miður bíða mín bölvaðar breytingar tvíhljóðanna og verkefni skal skila fyrir miðnætti....

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home