6.10.05

Upprisin er hún

Jæja nenni ekki lengur að hanga.
Sérstaklega þar sem hann Håvard Gimse er að spila með sinfó í kvöld. Kappann þann sótti ég heim til Þrándheims í Noregi sumarið tvöþúsundogtvö, en þá var ég ennþá í nánu sambandi við blessað klavírið, og spilaði listilega fyrir hann og aðra í Þrándheimi. Með í för voru Sturlaugur Björnsson, Ella Vala Ármannsdóttir og Svafa Þórhallsdóttir en þetta fólk hefur síðan sigrað heiminn oftar en einu sinni. (Reyndar var í sömu ferð stundað heljarinnar kynsvall og fyllerí og ég man ekki betur en að ég hafi komið mér í þær aðstæður að spila þunn á tónleikum í konunglega bókasafninu í Þrándheimi, en til marks um snilli mína við hljóðfærið á þeim tíma tók ekki nokkur maður eftir því. Þá voru rímur kveðnar og rappaðar á víxl og við urðum ótrúlega leikin í að hvísla "vi er deltagere på Olavsfestdagene kammermusikkurs" á öllum tónleikum sem við fórum á svo við fengjum frítt. Þetta fannst okkur alveg hræðilega fyndið einnig og enn í dag finnst mér ekkert mál hafa jafnmikinn húmor innbyggðan og norska.)

Í gær var ég uppi í tónó og fylltist ótrúlegri eftirsjá yfir að hafa hætt að læra á píanó.



|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home