Kviðdómur fallinn
Jæja.
Þá er fæðingin afstaðin, ég ól stúlku þann 27.6. síðastliðinn. Fæðingin gekk hratt og vel og var eitt það magnaðasta sem ég hef um dagana upplifað. En ég ætla þó ekki að fara út í smáatriði hér.
Við komum heim daginn eftir og fyrsta vikan leið í móki brjóstagjafar, bleiuskiptinga, stálma, beinverkja, grátkasta, myndatakna, svefnstols, legsamdráttar, gleði og undrunar yfir litla barninu okkar, sem hefur hlotið nafnið Jana. Hún hefur fengið í arf undirhöku móðurættar sinnar, og munnsvip Haukagilsslektisins, en að öðru leyti er hún sem snýtt úr nös föður síns, sem hafði helst til miklar áhyggjur af fölu litarafti hennar og sléttu hári, en það tekur sinn tíma að breytast. Við fáum ljósmóður í heimsókn sem kennir okkur handtök brjóstagjafarinnar og fræðir okkur um ýmisleg vandamál sem fylgt geta litlu barni. T.d. gerðist það að Jana var orðin yfirfull af mjólk svo að stóð upp úr henni spýjan, en samt vildi hún stanslaust sjúga. Þá var brugðið á það ráð að stinga snuði upp í barnið, og þiggur hún það annað slagið. Hún hefur annars verið ljúf og góð og vonandi mun okkur ganga vel að búa til skikkanlega rútínu. Pábi er farinn aftur að vinna og þeir sem vilja heimsækja okkur skulu bara endilega hringja heim, í HEIMAsímann, þar sem hinir paranojuðu foreldrar banna alla notkun farsíma á heimilinu...
Góðar stundir,
Tinna mamma.
Þá er fæðingin afstaðin, ég ól stúlku þann 27.6. síðastliðinn. Fæðingin gekk hratt og vel og var eitt það magnaðasta sem ég hef um dagana upplifað. En ég ætla þó ekki að fara út í smáatriði hér.
Við komum heim daginn eftir og fyrsta vikan leið í móki brjóstagjafar, bleiuskiptinga, stálma, beinverkja, grátkasta, myndatakna, svefnstols, legsamdráttar, gleði og undrunar yfir litla barninu okkar, sem hefur hlotið nafnið Jana. Hún hefur fengið í arf undirhöku móðurættar sinnar, og munnsvip Haukagilsslektisins, en að öðru leyti er hún sem snýtt úr nös föður síns, sem hafði helst til miklar áhyggjur af fölu litarafti hennar og sléttu hári, en það tekur sinn tíma að breytast. Við fáum ljósmóður í heimsókn sem kennir okkur handtök brjóstagjafarinnar og fræðir okkur um ýmisleg vandamál sem fylgt geta litlu barni. T.d. gerðist það að Jana var orðin yfirfull af mjólk svo að stóð upp úr henni spýjan, en samt vildi hún stanslaust sjúga. Þá var brugðið á það ráð að stinga snuði upp í barnið, og þiggur hún það annað slagið. Hún hefur annars verið ljúf og góð og vonandi mun okkur ganga vel að búa til skikkanlega rútínu. Pábi er farinn aftur að vinna og þeir sem vilja heimsækja okkur skulu bara endilega hringja heim, í HEIMAsímann, þar sem hinir paranojuðu foreldrar banna alla notkun farsíma á heimilinu...
Góðar stundir,
Tinna mamma.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home