13.2.06

Hringiðan

Allt er komið á fullt í hringiðu hins daglega lífs. Brauðstritið. Ég er orðinn eigandi að verkamannabústað við hliðina á Héðni að flytja kommúnistaávarp, og elliheimilinu Grund þar sem gamlir verkamenn eyða ellinni. Barnið mitt mun kannski leika sér við þennan leikvöll einhvern daginn, skríða um parketlögð gólfin í verkamannabústaðnum og baða sig í setkarinu sem foreldrarnir láta sig dreyma um... Ef maður ætti nú peninga eins og maður skuldar þá!
Það er ótrúlega spennandi að taka allt í gegn. Það tekur bara tíma og því miður, peninga. Þótt Hringbrautin hafi mikið pótensjal þarf að brasa mikið. Reif t.d. teppið af með pabba áðan, og hann braut upp eitt hurðarop. Svo á að þilja af stofuna og búa þannig til svefnherbergi. Baðherbergið er horror, en hver veit nema það verði einhvern tímann rosaflott. Þangað til flettum við í gömlum, ítölskum hönnunarblöðum og látum okkur dreyma um veggklósett, rósótt setbaðkar og gullsturtu. Eldhúsinnréttingin er allt of lág, og eldavélin + ísskápurinn sem fylgdi ógnarstór miðað við plássið þar inni. Þetta tökum við í gegn, einhvern daginn. Þegar búið er að reisa millivegginn, rífa betrekkið af stofunni og litla herberginu og spazla í götin getum við farið að rífast um hvernig við viljum mála.
Það er besta er síðan að í dag fékk ég fáránlegt tilboð í Hverfisgötuna, gæi bauð bílinn sinn, sem áhvílandi eru á 3.1 milljón, uppí íbúðina!!
Allir iðnaðarmenn sem koma við á síðunni, sérstaklega smiðir, píparar og rafvirkjar, mega endilega hringja í mig!

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home