27.1.06

Áður en fleiri einkabílstjórar riðjast hér inn á mitt blogg og halda því fram að einkabíllinn sé ekki ofmetinn á Íslandi (hingað til 23% kjósenda) legg ég könnun þessa niður og bið ykkur vinsamlegast að taka þátt í þeirri næstu, en hún varðar málnotkunarverkefni mitt sem skila skal á þriðjudaginn. Þá hefur mér gjörla láðst að tilkynna um Mozarttónleika i kvöld. Sjá um þá líklega hér... Já maður minn.
Borðaði annars mjög indælan málsverð með Svanhvíti minni sem síðan sýndi mér fallega sænska mynd. Í fyrradag borðaði ég hins vegar mjög óindælan málsverð á þessum veitingastað. Pizzan var eins og brenndur smjörpappi á bragðið en reyndar var eftirrétturinn minn ágætur. Snorraeftirréttur var hins vegar bara plain vondur. Ég reyndi að kvarta yfir pizzunni en það varð bara til að skjóta þjónustustúlkunni skelk í bringu og ég endaði á að biðjast afsökunnar á eigin bragðskini.. Eftir það hélt ég að hún ætlaði aldrei að koma til að bjóða okkur eitthvað annað, við sem vorum ákveðin í að gefa eftirréttunum séns.. en hefðum ekki átt að gera það. Enívei, þetta var ágæt kvöldstund þrátt fyrir glataðan mat. Mæli með eplaköku og sjeik á Hressó.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home