12.12.05

Crazyness in the bloghouse

Færsla á dag kemur skapinu í lag..
Þá er málsöguprófið búið halelúja og langt í næsta próf..það er á laugardaginn og nægir að hefja lestur fyrir það á miðvikudag samkvæmt mínum útreikningum. Nú er 10 dagar í utanför okkar Victors og gjörsamlega fullbókuð dagskrá þangað til. Í nótt og næstu nótt er ég að vinna, annað kvöld að syngja á tónótónleikum, á miðvikudag hefst próflestur aftur, á fimmtudaginn fósturrannsóknir, próflestur fram á laugardag, auk þess sem ég mun væntanlega pína bankann til að lána mér pening fyrir jólagjöfum og garni, því ég hafði hugsað mér að vera alveg passív í jólafríinu úti og liggja uppí sófa með prjóna. Þá taka við 4 næturvaktir, og inni í þeim pakka eru tvö gigg, spila með Heklunum fyrir austan á mánudagskvöldið 19. des og syngja í útskrift í stýrimannaskólanum þriðjudaginn 20.! Fæ samt borgað fyrir hvort tveggja. Ef ég verð ekki dauð eftir þetta megið þið gjarnan hjálpa mér að pakka niður á miðvikudaginn og frá og með þorláksmessu ætla ég ekki að gera NEITT í 2 vikur! Ahhh...

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home