11.12.05

Prófles

Ef það er eitthvað í þessum heimi sem mér leiðist stórfenglega þá er það próflestur. Ég hef enga mótivasjón nema þá helst í 10 mínútur eftir að ég hef tekið mér 50 mínútna langa pásu. Svo hefur maður þrjá tíma á prófinu til að ausa úr sínum viskubrunnum í "stuttu máli" (sem er reyndar svæsnasta kennaralygi sem ég veit um, því minna sem maður skrifar því lægra fær maður!) og vera svo á bömmer í 2 daga yfir að hafa ekki skrifað "nóg" og að maður hefði nú átt að láta þetta og hitta fylgja með, en það datt manni ekki í hug í prófinu. Í tónlist er þessu allt öðru vísi farið. Maður undirbýr sig í 3 mánuði og hefur svo 10mínútur til að koma öllu frá sér! Ég er farin að halda að það eigi betur við mig en að koma dagsvinnu frá mér á 3 tímum.. sem er raunin, því ég hef eytt undanförnum dögum í allt annað en að lesa, t.d. vinna, skoða íbúðir, snaddast í Mími og reyna að halda sönsum.
Annars ætla ég að gera pizzu núna. Dúlli deig er að lyfta sig og ég er að hugsa um að skella á hann eitthvað af þessu rotnandi grænmeti í ísskápnum. Þangað til rifja ég upp þróun stuttra og langra einhljóða. Hvernig datt mér í hug að velja þetta fag!?

p.s. svo kvarta ég undan lélegri tíðni bloggfærslna sambloggara minna..

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home