9.8.05

Á næturvakt...

Tónleikarnir gengu vel. Svo fórum við Bára og Roman í Skaftafell og klifum hina snarbröttu Kristínartinda, þar til þau voru bæði komin með kvef og bólgin hné. Ég fór svo ein inn í Jökulsárlón og tók með mér Belgann Gregory þangað á puttanum. Á leiðinni til baka tók ég tvær franskar stelpur uppí. Þær voru á leið til Víkur. Mér varð óglatt á leiðinni og keypti kók á Kirkjubæjarklaustri. Því skilaði ég svo með virktum utaní aðra hvora vegastiku á leiðinni til Víkur. Stúlkurnar voru alveg lens. Í Vík þraut mér allur máttur og hringdi nánast grenjandi í foreldra mína. Þau voru stödd á Akureyri. Næst hringdi ég í bróður minn, sem féllst á að aka á móti mér. Ég kastaði nokkrum sinnum upp á leiðinni upp í vindinn, og staðnæmdist loks við bæinn Sauðanes eða hvað hann hét, sunnan við Skóga. Ekki leið á löngu þar til bróðir minn ástsæll kom og ók mér heim. Lá ég í hans fleti kvöldið það og át hrísgrjón sem ég hélt blessunarlega niðri, og horfði á tvær myndir. Daginn eftir keyrði ég í bæinn án áfalla.
Nú er ég komin með létt magakanser af fjárhagsáhyggjum. Ég á nefninlega ENGAN fokking pening! Og skatturinn þykist ætla að hafa af mér fé í þokkabót. Það er 9. ágúst og innistæðan á reikningnum mínum er innan við 1000 krónur. Ég dey.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home